Milli mála - 01.06.2014, Síða 13
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
16
sögu með beinum og óbeinum hætti. Þessi hópur manna bjó við
betri kjör en allur þorri almennings, auk þess sem menning þeirra,
áhugamál og lifnaðarhættir voru frábrugðnir því sem almennt tíðk-
aðist meðal landsmanna. Margt bendir til að sumir Íslendingar hafi
viljað samsama sig þessum hópi, m.a. með því að bregða fyrir sig
dönsku, enda ekki laust við að það þætti fínt að sletta á dönsku í
vissum „kreðsum ́“, þar sem slík iðja þótti til marks um meiri
menntun eða sterkari þjóðfélagsstöðu en almennt gerðist. Þannig
virðist sem aðlögunartengdur hvati hafi getað ýtt undir að slett var á
dönsku. Til vitnis um mikil áhrif dönskunnar í Reykjavík í upphafi
nítjándu aldar er lýsing Rasmusar Rask í bréfi til Bjarna Thorsteins-
sonar, sem hann ritaði meðan á Íslandsdvölinni stóð á árunum
1813–1815:
Annars þèr einlægliga ad segia held ég ad íslendskan brádum mun útaf
deyia, reikna eg ad valla mun nockur skilia hana í Reikiavík ad 100 árum
lidnum, enn valla nockur í landinu ad ödrum 200 þaruppfrá, ef alt fer eins
og híngad til og ecki verda rammar skordud vidreistar, jafnvel hiá bestu
mönnum er annadhvört ord á dönsku, hiá almúganum mun hún haldast
vid leingst.3
Í þessu sambandi má einnig nefna hugtakið „Bátsenda-danska“,
sem var notað um blending af dönsku og íslensku og einkenndi
málfarið innan verslunarinnar.4 Heimildir sýna að danska var oft
notuð án þess að aðstæður krefðust þess. Þannig fóru bréfaskipti
íslenskra embættismanna stundum fram á dönsku, og oft var
dönsku slett að því er virðist af skeytingarleysi eða til sjálfsupphafn-
ingar.5 Í öðrum tilvikum gátu aðrar ástæður legið að baki því að
gripið var til dönsku, t.d. þegar mönnum varð orða vant vegna þess
að nýyrði voru ekki til í íslensku eða þau höfðu enn ekki náð að
festa sig í sessi. Vísbendingar um slíkt má víða finna í bréfum
3 Rasmus Rask, Breve fra og til Rasmus Rask I. 1805–1819, ritstj. Louis Hjelmslev, Kaupmanna-
höfn: Ejnar Munksgaards Forlag, 1941, bls. 164.
4 Jón Helgason, Þeir, sem settu svip á bæinn : endurminning frá Reykjavík uppvaxtarára minna,
Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1941, bls. 69–70.
5 Jón Guðmundsson, „Um mál vort Íslendinga“, Ný félagsrit 9/1849, bls. 69–85 og 11/1849,
bls. 54–63.