Milli mála - 01.06.2014, Side 14
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
17
Íslendinga, sbr. eftirfarandi tilvitnun í bréf Páls Melsteð til Jóns
Sigurðssonar frá árinu 1841:
En ég skammast mín nú bróðir minn fyrir kvabbið, sem nú kemur. En í
þeirri von að þú sért frískur og af því konan mín segir að allt, sem þú hafir
sent hèr inn, sè svo vel valið og keypt, þá biðjum við þig nú að útvega
»Kaabe« handa henni, helst vill hún að í henni sè »figurert Merinoh« sona
hèrumbil í móð; það lætur maður sèr nú hægt um, og á litinn eins og
önnur hvor af innlögðum Pröver. Ekki samt ljósari, heldur en sú ljósari er.
En fáist ei þessi litur, þá skalt þú aldeilis ráða honum, bróðir minn. Það
sem henni er mest um að gjöra, er að það sè figurerað; og með kögri eða
frunsum á slaginu (gott er málið!) þykir henni fallegt.6
Athugasemdin „gott er málið!“ bendir til að Páll hafi ekki haft á tak-
teinum íslensk orð til að lýsa nýtísku kvenfatnaði þessa tíma.
Eins og sjá má af tilvitnuninni í bréf Rasks hér að framan var
tilhneigingin til að sletta sögð meiri í kaupstöðum og helstu versl-
unarstöðum en til sveita, enda samskipti við danska menn meiri þar
en á landsbyggðinni. Áhrif frá dönsku má einnig sjá í fjölmörgum
textum íslenskra embættis- og menntamanna, ekki síst á nítjándu
öld, þar sem oft úir og grúir af alls kyns slettum. Dönsk áhrif á
málfar embættismanna takmörkuðust þó ekki einungis við orða-
forða heldur gætti þeirra einnig í setningagerð eins og textar sumra
þeirra bera með sér, sbr. hinn svonefnda „kansellístíl“ sem ein-
kennist af löngum setningum oft með innskotum og undirskipuð-
um setningum, og gerði stílinn þunglamalegan og tyrfinn. Íslend-
ingar sóttu sér fyrirmynd að embættismannastílnum til danskra
kollega sinna, sem aftur á móti voru undir áhrifum frá Þjóðverjum.
Nefna má að margt er líkt með stöðu þýsku í Danmörku á átjándu
og nítjándu öld og danskrar tungu hér á landi, en heimildir sýna að
margir töldu dönskunni standa ógn af þýsku, og var þá oft vísað til
ógrynnis tökuorða í málinu. Með aukinni þjóðernisvitund skáru
danskir hreintungustefnumenn upp herör gegn þýskum áhrifum og
kappkostuðu að dönsk orð leystu þau þýsku af hólmi (sjá nánar
6 Páll Melsteð, Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka
fræðafélag, 1913, bls. 14.