Milli mála - 01.06.2014, Page 15
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
18
Skautrup7 og Winge8). Íslendingar í Kaupmannahöfn voru í návígi
og tileinkuðu sér kenningar um þýðingu móðurmálsins fyrir þjóð-
ernið, en skrif þeirra, einkum í Ármanni á Alþingi og Fjölni, kyntu
síðan undir þjóðernisvitund Íslendinga eins og lesa má í ritstjóra-
ávarpi Sveinbjarnar Hallgrímssonar9 í fyrsta tölublaði Þjóðólfs10:
Þessi köll og hnippingar, sem þá hafa átt að vekja oss Íslendinga, segi jeg
úr hafi komnar að því leyti, sem mjer virðast hinar þjóðvekjandi raddir
hafi borizt til vor yfir langan sjó í ritum frá fjarlægu landi. Það hafa orðið
til þess nokkrir Íslendingar, sem dvalið hafa í Kaupmannahöfn, að bera
oss það á brýn, að vjer svæfum, og sinntum ekki þjóðerni voru, og þeir
hinir sömu hafa tekið sig fram um það að vekja oss til þjóðlegs lífs. Hver
sem lesið hefur Ármann á alþingi og Fjölni, getur víst ekki borið á móti
því, að þessi rit eru stíluð til vor Íslendinga, til að vekja oss huga um þjóð-
erni vort. Og þessi rit byrjuðu á því að leiða huga vorn einmitt að því, sem
er undirstaða þjóðernisins, en það er móðurmálið. Mig minnir ekki betur,
en Ármann á alþingi sýni oss það berlega, hversu hlægilegt það er, þegar
vjer Íslendingar erum að bögglast við að sletta dönskunni í daglegu tali.
Aptur setur Fjölner [sic] ofan í við oss fyrir það, hversu hirðulausir vér
erum með bókmál vort, og hann lætur sjer annt um að kenna oss að vanda
málið á öllu, sem vjer ritum.
Þess má geta að sömu straumar bárust einnig að Noregsströndum,
þar sem vaxandi þjóðernishyggja leiddi til gagnrýni á áhrif danskrar
tungu á norsku.11
7 Peter Skautrup, Det danske sprogs historie, þriðja bindi, Kaupmannahöfn: Gyldendalske
Boghandel, Nordisk Forlag, 1953, bls. 143–153.
8 Vibeke Winge, „Dansk og tysk 1790–1848“, Dansk Identitetshistorie 2. Et yndigt land 1789–1848,
ritstj. Ole Feldbæk, Kaupmannahöfn: C.A. Reitzels Forlag, 1991, bls. 110–149.
9 Sveinbjörn Hallgrímsson var fæddur í Görðum á Álftanesi árið 1815 og hann lést í Eyjafirði
árið 1863. Frá láti föðurins (1825) ólst Sveinbjörn upp hjá móðurbróður sínum, Sveinbirni
Egilssyni, þá kennara við Bessastaðaskóla. Sveinbjörn stundaði nám við Bessastaðaskóla og
lauk þaðan námi með góðum vitnisburði. Að því loknu undirbjó hann nemendur undir nám
í Bessastaðaskóla, en tók síðan prestvígslu og gegndi prestsstörfum hér syðra og síðar nyrðra,
lengst af á Glæsibæ. Sveinbjörn var fyrsti ritstjóri Þjóðólfs, og gaf um tíma út fréttablaðið
Ingólf. Sveinbjörn var höfundur að fyrstu kennslubókunum í dönsku („Ritstjórar Þjóðólfs.
1848–1898“, Þjóðólfur, 1898, 50. árg., nr. 51–52, bls. 207), sjá nánar um þá útgáfu síðar í
þessari grein.
10 Sveinbjörn Hallgrímsson, „Guð gefi yður góðan dag“. Þjóðólfur 1(1)/,1848, bls. 2.
11 Rasmus Glenthøj, Skilsmissen : dansk og norsk identitet før og efter 1814, Odense: Syddansk
Universitetsforlag, 2012, bls. 287–303.