Milli mála - 01.06.2014, Síða 17
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
20
en þeir voru fáir og höfðu oft takmarkaða búsetu í landinu. Frá því
um miðja átjándu öld fóru Íslendingar einnig að gegna æðstu
embættum. Vegna tengsla við Danmörku gegndi danska mikilvægu
hlutverki í stjórnsýslunni og þar reyndi á kunnáttu í að skilja og rita
texta. Mörg dæmi eru um að íslenskir embættismenn hafi ritað
embættisbréf á dönsku til stiftsyfirvalda og kansellísins í Kaup-
mannahöfn og einnig voru bænaskjöl oftast rituð á dönsku. Hér er
þess þó að gæta að sumar tegundir embættisbréfa eru föst í formi
eða allt að því formúlukennd, og orðaforði og málsnið lærast því
fljótt. Öðru máli gegndi um æðstu embættin – þeim fylgdu um-
fangsmikil skrif og flókin. Skrifarastörfin voru t.d. sögð á færi fárra
Íslendinga.14 Einnig ber að nefna að þau mál sem var skotið til
Hæstaréttar Danmerkur þurfti að þýða á dönsku. Slíkir textar gátu
verið langir og flóknir og kröfðust bæði leikni og kunnáttu í að
skrifa á dönsku. Eðli málsins samkvæmt voru slík verkefni tæpast á
færi annarra en þeirra, sem höfðu trausta undirstöðu í málinu oftast
vegna náms og dvalar í Danmörku. Með auknu sjálfstæði á nítjándu
öld breyttust viðhorfin15 smám saman og danskan vék fyrir íslensku
í stjórnsýslunni og víðar.
Þegar Danir fóru að búa hér að staðaldri jukust samskipti þeirra
við heimamenn, og þegar aðsetur æðstu embættismanna voru flutt
til Reykjavíkur, þar sem þéttbýli var að myndast, sköpuðust þar sér-
stök skilyrði fyrir danskt menningarumhverfi.16 Margir íslenskir
mennta- og embættismenn voru dansksinnaðir og hallir undir
danskt yfirvald. Notkun dönsku gat verið til marks um það, og
einnig að sumir Íslendingar hafi viljað skapa sér stéttarlega sérstöðu
og aðgreina sig frá öðrum þjóðfélagshópum. Í samskiptum við
14 Kristmundur Bjarnason, Amtmaðurinn á einbúasetrinu : ævisaga Gríms Jónssonar, Reykjavík:
Iðunn, 2008, bls. 245.
15 Sjá nánar: Auður Hauksdóttir, Lærerens strategier – elevernes dansk : dansk som fremmedsprog i
Island, Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd, 2001, bls. 19–29 og Auður Hauksdóttir,
„Language and the Development of National Identity. Icelanders’ attitudes to Danish in
turbulent times“,‘Made in Denmark’. Investigations of the dispersion of ‘Danishness’. KULT 11, ritstj.
Lene Bull Christiansen, Kirsten Hvenegård-Lassen og Nanna Kirstine Leets Hansen, 2013,
bls. 65–94. http://postkolonial.dk/kult-11-made-in-denmark-investigations-of-the-dispersal-
of-danishness/ [sótt 19.desember 2014].
16 Sjá nánar: Auður Hauksdóttir, „Danske minder i Island. Om mødet mellem dansk og
islandsk kultur“, Danske studier – tidsskrift for dansk sprog, studier og folkeminder 106/2011, bls. 5–
49.