Milli mála - 01.06.2014, Síða 21
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
24
einnig má nefna bréf Þorsteins Pálssonar27 á Fnjóská til Jóns
Sigurðssonar frá árinu 1847, þar sem hann segist hafa lesið um mál-
efni verslunarinnar í Færeyjum í Berlingablöðunum. Undir lok
aldarinnar náðu dönsk tímarit og kvennablöð miklum vinsældum. Í
Kvennablaðinu frá árinu 1895 má finna auglýsinguna „Útlend blöð“28
frá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, þar sem segir:
Hin almennustu útlendu blöð, sem mest eru keypt hjer á landi,
eru þau, sem hjer eru talin, og er verð þeirra og innanlands burðar-
gjald þannig: „Illustreret Familie Journal“, árgangurinn 5 kr. Burðar-
gjald kr. 2,25. „Nordstjernen“, árgangurinn 5 kr. Burðargjald kr.
1,86. „Nordisk Mönstertidende“, árgangurinn kr. 2.40. Burðargjald
75 aur. „Dametidende“, árgangurinn 4 kr. Burðargjald 45 aur.
Auk þess að lesa sér til fróðleiks eða afþreyingar reyndi á
lestrarfærni hjá embættismönnum, þegar þeir þurftu að kynna sér
danskt efni, t.d. lagatexta og dóma, eins og sjá má af bréfi Páls
Melsteðs til Jóns Sigurðssonar frá árinu 1848:
… það verður þú að brúka, ekki fyrir þig, heldur til bókakaupa fyrir mig.
Fái jeg Strandasýslu, þá áttu að kaupa Bangs Proces prentaða; jeg held
hann fáist fyrir 14 rd. Eða so þarumbil. Dönskulög Chr. 5, Hansens
Skiftevæsen seinustu útgáfu. Á þessu liggur mèr helzt. Elskan mín góð,
láttu mèr ekki bregðast að útvega mèr þessar bækur, ef sýslan fæst. Fáist
hún ekki, so fæ jeg aldrei sýslu, og þá má fjandinn kaupa þessar bækur; en
kauptu þá fyrir mig Beckers veraldarsögu, eða eitthvað sem þèr sýnist,
máske Thiers sögu af Napóleoni keisara.“29
En áhuginn á að lesa á dönsku virðist ekki einungis hafa verið
bundinn við menntamenn. Fjölmörg dæmi eru um að óskólagengn-
ir menn hafi lært að lesa á dönsku upp á eigin spýtur, og að hvatinn
til að læra málið hafi verið mikill. Lestrarfærni á dönsku gaf tækifæri
til afþreyingar og til að afla sér fróðleiks, og gat jafnframt verið lykill
að öðrum færniþáttum eins og að skrifa og tala málið. Hér verður
að hafa í huga að danska og íslenska eru náskyld mál og grunnorða-
27 Þorsteinn Pálsson, „Bréf Þorsteins Pálssonar“, Bréf til Jóns Sigurðssonar I, ritstj. Bjarni
Vilhjálmsson o.fl., Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1980, bls.
126–153, hér bls. 133.
28 „Útlend blöð“, Kvennablaðið 1(4)/1895, bls. 32.
29 Páll Melsteð, Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar, bls. 82.