Milli mála - 01.06.2014, Side 22
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
25
forði að stórum hluta sameiginlegur, auk þess sem líkindin milli
málanna eru sláandi í rituðu máli. Fyrsta kennslubókin í dönsku
fyrir Íslendinga var gefin út árið 1853 af Sveinbirni Hallgrímssyni,
og er heiti hennar Dálítil dönsk lestrarbók : með íslenzkri þýðingu og orða
skýringum, ætluð þeim, sem tilsagnarlaust byrja að læra dönsku. Í formála
bókarinnar víkur höfundur að áhuga Íslendinga á að læra dönsku og
ástæðum þess að hann réðst í útgáfuna:
Trauðlega verður það heldur sagt með sanni, að Íslendingar sjeu svo
frábitnir bóknámi, að til einskis hefði verið að selja þeim í höndur nokkra
bók, sem kenndi þeim að skilja tungu Dana. Jeg get borið það, síðan jeg
kom hingað til bæjarins, að ekki svo fáir leikmenn – helzt efnilegir ung-
lingsmenn úr sveit hafa lagt mikinn hug á að læra að skilja dönsku; hafa
sumir þeirra, sem áttu hjer dvöl, farið þess á leit, að fá hjá mjer tilsögn í
henni, en sumir hafa að eins beðið mig, að benda þeim á einhverja bók,
sem þeir hægast gætu lært að skilja af málið tilsagnarlaust; og mjer hefur
virzt, eins og raunar við er að búast, löngun þessi fara í vöxt. Jeg hef líka
áður orðið var við þessa löngun hjá mönnum, því jeg hef þekkt bændur –
og það búsýslumenn – sem hafa gefið sjer tíma til að lesa í dönskum bók-
um með þeirri alúð, að þeir að kalla tilsagnar- og hjálparlaust lærðu að
skilja málið.
Þessi hrósverða löngun og viðleitni landa minna „að komast ögn niður í
dönsku“, eins og þeir kalla, hefur nú komið mjer til þess að gefa út þessa
litlu Lestrarbók; jeg ímyndaði mjer, að hún gæti verið þeim eins handhæg
og t.a.m. Spurningarkverið danska, sem jeg hef einatt verið beðinn að
útvega handa þeim, er tilsagnarlaust vildu læra dönsku. Jeg þekki margar
lestrarbækur á öðrum málum, líkar þessari, sem hjer kemur nú á gang, en
enga að öllu leyti eins; og segi jeg það ekki í þeirri veru, að jeg álíti þessa
betri enn allar hinar; en hitt er það, jeg hugsaði, að flestar, ef ekki allar
þess konar lestrarbækur í öðrum löndum, er menn skyldu læra af annað
tungumál, væru einkum ætlaðar til þess að lesast í skólum, þar sem tilsögn
kennarans gæti skýrt það, sem ekki væri nógu ljóst í bókinni sjálfri. Jeg
hjelt nú, að ekki mundi alls kostar tjá, að haga lestrabók fyrir leikmenn á
Íslandi á sömu leið, með því að þar var eigi ætíð kostur á „að fara í
smiðju“ eins og menn segja; og þess vegna hagaði jeg bók þessari svo, að
hún gæti að mestu skýrt sig sjálf; jeg gjörði hana svo auðvelda, sem mjer
var unnt og mjer þókti þörf á, þar sem jeg ætlaði hana þeim einum, sem