Milli mála - 01.06.2014, Side 24
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
27
máli Íslendinga. Þetta bendir til þess að ekki þurfti að vera togstreita
á milli þess að hvetja til og stuðla að dönskukunnáttu og sýna
móðurmálinu tilhlýðilegan sóma.
Hér að framan var vikið að áhuga sveitamanna á að læra að lesa
á dönsku. Rétt er að ítreka, hve lítið var til af veraldlegu samtíma-
efni á íslensku á nítjándu öld og hve miklu skipti fyrir fróðleiksfúst
fólk að geta lesið sér til gagns og gamans á öðrum málum. Á árun-
um 1889–1902 ráku bændur á Norðausturlandi bókafélag, sem
kallað var „Ófeigur í Skörðum“. Í bókaskrám þess má finna lista
yfir fjölda danskra og norskra bóka, jafnt fagurbókmennta sem
fræðandi efnis af ólíkum toga, t.d. um heimspeki, sögu og stjórn-
mál. Margar bókanna eru þýddar af erlendum málum á dönsku.
Meðal skáldverka má nefna bækur eftir danska samtímahöfunda,
t.d. Herman Bang, St. St. Blicher og Henrik Pontoppidan.34 Í grein
um Seyðisfjörð um aldamótin 1900 skrifar Þorsteinn Erlingsson:
„Margir skilja og dönsku, og hér hefir þessi árin verið tiltölulega
fjölment lestrarfélag og kynt menn þó dálítið ýmsu, sem nýtt hefir
birzt í sagnaskáldskap Dana og Norðmanna.“35 Ekki var þó allt eins
og best varð á kosið að mati höfundar, bókakostur safnsins í
Austuramtinu rýr og þar að finna
sumt af lélegasta ruslinu úr bókagerð Dana, sem legið hefir hjá útgefend-
um og enginn keypt. Ein og ein bók hefir slæðst með eftir kunna menn,
mest skáldrit, smárusl t.d. eftir Drachmann, en ekki ein lína eftir Georg
Brandes né Björnsson og aðeins I bók eftir Troels Lund, svo nefnd séu
dæmi. Að vísindabókum eða öðrum fræðibókum almennum er til lítils að
leita. Almenn bókmentasaga er þar engin, almenn náttúrusaga heldur ekki
og í veraldarsögu Cantu gamli einn, menningarsaga almenn engin heldur,
og þá er ekki að spyrja um landafræði eða eðlisfræði, sem lið sé að, og
svona má rekja á enda, og útlend tímarit engin nema »Historisk Arkiv«
(Granzow og Thrige) og eitt og eitt ár. Úr »Tilskueren« er t.d. 8. árið eitt.36
34 Sveinn Skorri Höskuldsson, „Ófeigur í Skörðum og félagar: drög að athugun á bókafélagi“,
Skírnir 144/1970, bls. 34–110, hér 67–80.
35 Þorsteinn Erlingsson, „Seyðisfjörður um aldamótin 1900“, Eimreiðin 9(2)/1903, bls. 85–110,
hér bls. 105.
36 Sama heimild, bls. 105–106.