Milli mála - 01.06.2014, Síða 26
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
29
Þörf Íslendinga og löngun til að geta lesið og skilið danska texta,
sem hér hefur verið lýst, er vafalítið ein ástæða þess að á nítjándu
öld voru gefnar út þrjár orðabækur milli dönsku og íslensku.38 Auk-
in umsvif Dana í landinu og sókn Íslendinga í nám og störf í
Danmörku kölluðu þó einnig á annars konar færni í málinu. Það
liðu þó áratugir þangað til Íslendingar gátu gengið að íslenskri-
danskri orðabók til að auðvelda þeim að tjá sig í ræðu og riti. Útgáfa
orðabókar Sigfúsar Blöndals markaði þar tímamót.
Dönskukennsla í skólum
Eftir siðaskiptin fóru íslenskir námsmenn í vaxandi mæli að sækja
sér menntun til Danmerkur og óhætt er að fullyrða að Kaupmanna-
hafnarháskóli eða Hafnarháskóli eins og hann var jafnan kallaður
hafi verið mikilvægasta lærdóms- og menningarsetur Íslendinga allt
fram að því að Háskóli Íslands var stofnaður og Ísland hlaut sjálf-
stæði. Frá stofnun Regensen eða Garðs á þriðja áratug sautjándu
aldar til ársins 1918 nutu íslenskir stúdentar styrkja til Garðvistar og
uppihalds meðan á námi stóð. Á átjándu öld var fjöldi innritaðra
stúdenta við Hafnarháskóla 297 en á nítjándu öld voru þeir á
fimmta hundrað. Lagapróf var innleitt árið 1736 og auk þess var
hægt að taka einkapróf (privateksamen) í lögfræði, sem einungis
laut að dönskum rétti. Framan af lögðu flestir íslenskir stúdentar
stund á nám í guðfræði, en smám saman fjölgaði þeim sem mennt-
uðu sig í öðrum greinum.39 Það skipti miklu máli fyrir íslenska
stúdenta að fram til ársins 1732 fór öll kennsla og próftaka við
Hafnarháskóla fram á latínu, og allt námsefni var á því máli. Af
þeim sökum var staða danskra og íslenskra stúdenta svipuð, hvað
tungumálið varðaði. Allir lögðu stund á háskólanám á tungumáli
sem ekki var móðurmál þeirra. Á þessu varð breyting með því sem
kalla mætti móðurmálsvæðingu skólakerfisins, þ.e. þegar farið var
38 Um er að ræða bók Gunnlaugs Oddssonar, Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og
vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum, gefin út í Kph. árið 1819. Bók Konráðs Gíslasonar,
Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum, gefin út í Kph. árið 1851 og bók Jónasar Jónassonar
(meðritstjóri Björn Jónsson), Ný dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum, sem kom út í Reykjavík
árið 1896.
39 Jón Helgason, Íslendingar í Danmörku fyr og síðar : með 148 mannamyndum, Reykjavík:
Íslandsdeild Dansk-íslenzka félagsins, 1931, bls. 27.