Milli mála - 01.06.2014, Síða 30
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
33
sem voru þær hliðar málsins, sem flestir stúdentar höfðu minnsta
þjálfun í, og sem löngum hefur reynst Íslendingum erfiðar. Baldvin
Einarsson, sem innritaðist í Hafnarháskóla í janúar 1827, segir í
einkabréfi að takmörkuð dönskukunnátta valdi Íslendingum mest-
um vandræðum eftir komuna til Danmerkur.47 Í bréfi Tómasar
Sæmundssonar, sem hann ritaði föður sínum skömmu eftir komuna
til Hafnar árið árið 1827, lýsir hann vandræðum sínum í tengslum
við inntökuprófið:
Ég og 159 aðrir eigum þá að reyna á lukkuna, og gengur víst einhver af
þeim fjölda til baka, sem ekki er ólíkt (að) komi fyrir mig, þar eð ég einn
ekki má svara á mínu móðurmáli, eins og allir hinir. Einn af skólabræðrum
mínum (Benedikt Scheving), sem sat við hliðina á mér í allan vetur og
dimitteraðist líka í vor, var kominn hingað þremur vikum fyr en ég, en vill
þó ei leggja til skipbrots með mér; hefir hann þó síðan (hingað kom) ætíð
lesið í ákafa og keypt einn fermasta stúdentinn til að lesa með sér. Hann
tekur examen um nýárið, þegar séð hefir hvernig mér reiðir af. Ég get ekki
dregið það svo lengi, þó ég sé hræddur um mig, því það kostar svo miklu
meira, þar (eð) maður má bæði borga húsaleigu og fær engan peningastyrk
fyr en examen er afstaðið, en strax eftir það (fæst) hvorttveggja.48
Og í bréfi til Jónasar Hallgrímssonar, frá 30. september 1827, skrif-
ar Tómas enn fremur: „Ég kvíði annars mest fyrir dönskunni, því
mér hefir svo lítið farið fram í að tala hana, þar eð ég hefi ætíð verið
með íslenzkum hérna …“.49 Í ritlingi Tómasar Sæmundssonar,
Island fra den intellectuelle Side betragtet, sem kom út í Kaupmannahöfn
árið 1832 víkur höfundur að þeim umbótum sem hann telur brýnast
að ráðast í við Bessastaðaskóla.50 Ein þeirra er að styrkja stöðu
dönskunnar og móðurmálsins. Benedikt Gröndal fór til Hafnar
1846 og í Dægradvöl má finna umfjöllun um inntökuprófið, examen
artium. Um dönskukunnáttu sína og annarra íslenskra námsmanna
47 Nanna Ólafsdóttir, Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans, Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1961, bls. 10.
48 Tómas Sæmundsson, Bréf Tómasar Sæmundssonar : gefin út á hundrað ára afmæli hans 7. júní 1907,
Jón Helgason bjó til prentunar, Reykjavík: Gutenberg, 1907, bls. 9.
49 Sama rit, bls. 19.
50 Tómas Sæmundsson, Island fra den intellectuelle Side betragtet, Kaupmannahöfn: E. Græbe og
Søn, 1832, bls. 32.