Milli mála - 01.06.2014, Síða 31
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
34
segir hann: „… þar að auki kunnum við ekki allir dönsku svo vel, að
við gætum talað hana né skilið hana í tali; ég skildi þannig varla
danska menn, þegar þeir ávörpuðu mig …“. Nú ber að hafa í huga
að það var mikill munur á því að geta brugðið fyrir sig dönsku í
þekktum aðstæðum eins og í Reykjavík eða á öðrum stöðum, þar
sem Dani var að finna á Íslandi, og að standast kröfur um dönsku-
kunnáttu í háskólanámi ytra. Þótt margt bendi til að takmörkuð
færni til að skilja og tala dönsku hafi verið mörgum námsmönnum
fjötur um fót, var þó ekki eins ástatt með alla. Í bréfi sínu til Gríms
Jónssonar í apríl 1810 segir Rask51 Grím vera þann mann „… sem
satt eitt ad segia, talar mitt módurmál best af öllum löndum sínum
sem eg enn hef heyrt.“ Grímur var fæddur í október 1785 og hélt til
Hafnar vorið 1805. Hann undirbjó sig fyrir námsdvölina með því að
gerast skrifari hjá Ólafi Stephensen stiftamtmanni, þar sem hann
náði góðum tökum á dönsku, einkum ritaðri.52 Þegar Rask lætur téð
orð falla um dönskukunnáttu Gríms hafði hann dvalið í Höfn í
næstum fimm ár.
Þegar Lærði skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur
árið 1846, var dönskukennsla aukin til mikilla muna auk þess sem
stór hluti námsefnisins í öðrum greinum var á dönsku. Auk dönsku-
kennslu í náminu sjálfu var í reglugerð skólans frá 1846 kveðið á um
það inntökuskilyrði að nemendur geti lesið og skilið dönsku. Skv. 4.
grein reglugerðarinnar skyldi kenna dönsku jafnframt íslensku og
þess gætt „að lærisveinar verði leiknir í að útleggja hana á aðra
túngu, rita hana eptir rèttum reglum, og vita hið helzta í bók-
menntasögu Dana“. Prófið átti að vera fólgið í a) skriflegri útlegg-
ingu á danska tungu og b) munnlegri útleggingu af dönsku, í ein-
hverri þeirri danskri bók sem ekki hafði verið lesin í skóla (11. gr.).53
Með reglugerð frá 1850 veitti próf frá Lærða skólanum rétt til inn-
göngu í Hafnarháskóla og stúdentar þurftu því ekki lengur að þreyta
inntökuprófið. Í nýju reglugerðinni segir í 11. grein um prófið í
dönsku að piltar skuli reyndir „skriflega a) með því að láta þá gjöra
51 Rasmus Rask, Breve fra og til Rasmus Rask, bls. 34–35.
52 Kristmundur Bjarnason, Amtmaðurinn á einbúasetrinu : ævisaga Gríms Jónssonar, bls. 29–46.
53 Lovsamling for Island XIII (1844–1847), Kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst, 1866, bls. 449–
463.