Milli mála - 01.06.2014, Side 32
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
35
danskan stíl, og b) munnlega, með því að láta þá leggja út tvo kafla
eptir danska rithöfunda sem þeir hafa eigi lesið, annan í bundinni
ræðu en hinn í óbundinni“.54 Nokkuð var dregið úr dönskukennslu
með reglugerðinni frá 1850, en hún síðan aukin aftur, þegar ný
reglugerð tók gildi árið 1877.55 Reglugerðirnar sýna svo ekki verður
um villst að viðhorfin til tungumálakennslunnar voru undir sterkum
áhrifum frá málfræði- og þýðingaraðferðinni. Mikilvægi þýðinga,
bókmenntalesturs og málfræði er undirstrikað, en lítið sem ekkert
gert úr þeim færniþáttum sem lúta að því að skilja og tala málið,
þeirri færni sem námsmennirnir þurftu svo tilfinnanlega á að halda í
frekara námi og skiptu öllu máli í samskiptum við Dani. En hvernig
var svo kennslan í reynd? Í bókinni Minningar úr menntaskóla rifjar
skáldið Matthías Jochumsson upp árin í Lærða skólanum (1859–
1863), m.a. dönskukennslu Jónasar Guðmundssonar,56 og þar segir
að danskan hafi eflaust verið „… sú grein, sem hann var sízt vaxinn
að kenna öðrum […] á þeirri nýju kennslu Jónasar þóttist ég lítið
græða, enda var hún afleit. Var hann sárlatur og leiður í tímunum,
en latínumaður var hann talinn hinn framasti …“.57
Jón Ólafsson ritstjóri, sem var í Lærða skólanum á sjöunda ára-
tugnum, segir Jónas hafa verið afleitan dönskukennara og lýsir
kennslu hans á eftirfarandi hátt:
Meðal annars kunni hann lítið sem ekkert í dönskum framburði, bar
meðal annars Pandekager fram sem pan-de-kag-er og annað eftir því. Hann
hafði lítið fyrir að velja efni í danskan stíl. Hann greip oftast einhverja
klausu úr hvaða bók eða blaði, sem hendi var næst. Þannig kom einhvern
tíma fyrir í stílsefni hjá honum: „Heyfyrningar hjá góðum aflamönnum“
(aflamaður átti að tákna þann, sem ötull er að afla sér afurða, hér heys).
Og þetta var í einhverjum af neðri bekkjunum. – Þegar hver piltur, sem
54 Lovsamling for Island XIV (1848–1850), Kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst, 1868, bls. 514–
528.
55 Sjá nánar um dönskukennslu í Reykjavíkurskóla: Auður Hauksdóttir, „Frá fornum málum til
nýrra. Um kennslu erlendra tungumála á Íslandi í sögulegu ljósi“.
56 Jónas Guðmundsson var fæddur árið 1820. Að loknu námi í Bessastaðaskóla hélt hann utan,
þar sem hann stundaði nám í guðfræði. Meðal annarra námsgreina kenndi hann dönsku á
árunum 1855–1872.
57 Matthías Jochumsson, „Skólaár mín“, Minningar úr menntaskóla, ritstj. Ármann Kristinsson og
Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík: Ármann Kristinsson, 1946, bls. 25.