Milli mála - 01.06.2014, Qupperneq 33
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
36
kom upp í tíma í dönsku, hafði þýtt á íslenzku þann kafla, sem honum var
fyrir settur, var hann jafnan látinn snúa nokkrum setningum af íslensku á
dönsku. Aldrei bjó Jónas sig út með neina bók til að láta snúa úr, en bað
okkur jafnan í bekknum að lána sér einhverja íslenzka bók. Eitt vor bar
svo til sem oftar, að Jónas bað okkur að ljá sér bók til að snúa úr. Svo stóð
á, að póstskip var nýkomið, og hafði ég kvöldið áður keypt mér Gand-
reiðina, sem hafði komið með skipinu. Hafði ég haft hana með mér um
morguninn og lesið hana í fyrstu tímunum. Þegar Jónas kom inn í
kennslutímann, spurði hann að vanda: „Hver ykkar getur léð mér íslenzka
bók til að vertera (snúa) úr?“58
Síðar kenndi Páll Melsteð dönsku og segir Jón það hafa orðið mikil
viðbrigði og breyting til batnaðar að fá að njóta kennslu hans.59
Loks má nefna endurminningar séra Kristins Daníelssonar, sem
hóf nám í Reykjavíkurskóla haustið 1877.60 Hann segir þann galla
hafa verið á tungumálanáminu að ekki hafi verið kennt að tala né
rita útlend mál nema dönsku og latínu með stílagjörð og bætir við
að „… jafnvel dönsku gátu ekki allir stúdentar talað, svo að til hlítar
mætti teljast, nema þeir hefðu umgengizt danskar fjölskyldur …“.
Lýsingar fyrrum nemenda renna því enn frekari stoðum undir það
sem áður hefur verið sagt um þau miklu áhrif sem málfræði- og
þýðingaraðferðin hafði á kennsluna og inntak hennar. Þeir kennarar
sem önnuðust dönskukennslu höfðu ekki menntað sig til starfans
og auk þess gat mikið oltið á viðhorfi þeirra til málsins og kennsl-
unnar fyrir árangur nemenda í náminu. Loks ber að nefna að þýð-
ingar- og málfræðiaðferðin var á margan hátt árangursrík leið til að
kenna lestur, orðaforða og málfræði, en hentaði mun verr til að
kenna talmál og tjáningu. Undir lok aldarinnar voru gefnar út
kennslubækur í dönsku, ætlaðar íslenskum nemendum, m.a. Dönsk
lestrarbók með stuttu málfræðiágripi og orðasafni eftir Steingrím Thor-
steinsson, sem kom út árið 1880 og var notuð til kennslu í Lærða
58 Jón Ólafsson, „Skólalíf í Reykjavík um og eftir 1863“, Minningar úr menntaskóla, ritstj. Ármann
Kristinsson og Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík: Ármann Kristinsson, 1946, bls. 32–33.
59 Sama rit, bls. 42.
60 Kristinn Daníelsson, „Hinn almenni menntaskóli“, Minningar úr menntaskóla, ritstj. Ármann
Kristinsson og Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík: Ármann Kristinsson, 1946, bls. 54–57.