Milli mála - 01.06.2014, Side 34
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
37
skólanum.61 Í formála segir Steingrímur Thorsteinsson62 að aðaltil-
gangur bókarinnar sé sá
að gefa mönnum kost á handhægum leiðarvísi fyrir byrjendur í námi
hinnar dönsku tungu, sem Íslendingum er mjög þarflegt að kunna, ekki að
eins vegna sjálfrar dönskunnar og hinna dönsku bókmennta, heldur einnig
af því, að kunnátta í dönsku er lykill að bókmenntum hinna annara
norrænu bræðraþjóða …
Athyglisvert er að dönskunni er nú einnig ætlað það hlutverk að
vera lykill Íslendinga að öðrum norrænum málum. Ef til vill er
menntun Steingríms í norrænum fræðum ástæðan fyrir þeim skiln-
ingi á hlutverki dönskukunnáttunnar.
Að lokum verður stuttlega vikið dönskukennslu í öðrum skól-
um. Eins og áður segir lagðist skólastarf af í Hausastaðaskóla árið
1812 og var þá enginn skóli starfræktur í landinu nema Lærði skól-
inn. Almenn fræðsla barna fór því að mestu fram á heimilunum eða
á vegum presta. Eftir það var enginn barnaskóli starfræktur fyrr en
danskir kaupmenn og íslenskir embættismenn höfðu frumkvæði að
stofnun einkaskóla í Reykjavík árið 1830, og starfaði sá barnaskóli
til ársins 1847, þegar starfsemin var aflögð. Það er til marks um
stöðu dönskunnar í Reykjavík, að kennsla í skólanum fór fram á
dönsku, þó börnin væru flest íslensk. Árið 1862 tók Barnaskólinn í
Reykjavík til starfa og árið 1874 voru 6 barnaskólar starfræktir í
landinu. Þrettán árum síðar voru þeir orðnir 30 talsins, og var
danska kennd í flestum þeirra.63 Í reglum um Barnaskólann í
Reykjavík frá 1866 segir um dönskukennslu:
Dönsku skal kenna í öllum bekkjum nema í 1. bekk, og skal kennslu í
þeirri grein hagað svo, að börnin ekki að eins geti lesið sjer til gagns
danskar bækur, heldur einnig komið fyrir sig orði við danska menn. Gæta
61 Skýrsla um hinn Lærða skóla í Reykjavík, Skóla-Árið 1883–84, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja,
1884, bls. 9.
62 Steingrímur Thorsteinsson, Dönsk lestrarbók með stuttu málfræðiságripi og orðasafn, Reykjavík:
Forlag Kristjáns Ó. Þorgrímssonar, 1880, bls. IV.
63 Auður Hauksdóttir, Lærerens strategier-elevernes dansk, bls. 38–39.