Milli mála - 01.06.2014, Page 36
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
39
þess að verja mestum tíma í þýðingar og málfræðistagl á
móðurmálinu. Þannig mælir hún gegn málfræði- og þýðingar-
aðferðinni og heldur fram nýrri aðferð, beinu aðferðinni, þar sem
talað mál er í brennidepli. Sú aðferð, sem m.a. danski málfræðingur-
inn Otto Jespersen67 var ákafur talsmaður fyrir, var mjög í deiglu í
Danmörku um aldamótin.
Lokaorð
Fram undir miðja átjándu öld var dönskukunnátta Íslendinga
almennt lítil, en hún jókst smám saman eftir því sem leið á nítjándu
öldina. Fyrir því lágu ýmsar ytri aðstæður svo sem pólitísk tengsl
landanna, danskir hagsmunir á Íslandi og íslenskir í Danmörku,
dönsk ítök og menningaráhrif, félagsleg staða hópa og einstaklinga
og þróun byggðar. En einnig löngun einstaklinga til að hafa áhrif á
framtíð sína og tækifæri í lífinu. Þessar ástæður og ýmsar aðrar
sköpuðu danskri tungu ákveðna sérstöðu hér á landi sem mikilvægu
tæki til tjáskipta og áhrifa. Ólíkar ástæður gátu því orðið til þess að
kveikja verktengdan eða aðlögunartengdan hvata hjá einstaklingum
til þess að læra dönsku.
Dönsk ítök, menning og tunga voru áberandi á helstu versl-
unarstöðunum, einkum í Reykjavík, þar sem danskir kaupmenn og
íslenskir og danskir embættismenn gerðu sig gildandi. Tengslin við
Danmörku og þau forréttindi, sem dansk-íslenska elítan naut gerði
það að verkum að notkun dönsku varð hvort tveggja í senn tæki til
að bæta stöðu sína og eins konar tákn um völd eða sérstöðu gagn-
vart þorra almennings. Með aukinni þjóðernisvitund Íslendinga dró
úr áhrifum danskrar tungu í stjórnsýslunni og viðhorfin urðu gagn-
rýnari. Spornað var við dönskum slettum í munni Íslendinga og nei-
kvæðni í garð danskrar tungu óx. Aukin útgáfa á veraldlegu sam-
tímaefni í Danmörku hafði mikil áhrif hér á landi. Danskar bækur,
blöð og tímarit voru eftirsótt meðal þeirra sem þyrsti í lestur og
fróðleik og löngun til lesa slíkt efni og vera með á nótunum varð
mörgum hvati til að læra málið upp á eigin spýtur.
67 Sbr. bók Ottos Jespersen, Sprogundervisning, sem var gefin út af Det Schubotheske Forlag í
Kaupmannahöfn árið 1901 og vakti mikla athygli.