Milli mála - 01.06.2014, Page 37
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
40
Danska var kennd í Lærða skólanum, auk þess sem stór hluti
námsefnisins var á dönsku. Þá var dönskukunnátta forsenda frekara
náms í Danmörku, þar sem nemendur þurftu allt fram á miðja
nítjándu öld að standast inntökupróf til að geta hafið nám Hafnar-
háskóla. Þar reyndi strax á skilning og tjáningu á dönsku, þar sem
námsmennirnir stóðu höllustum fæti hvað dönskukunnáttu varðaði,
ekki síst þeir sem komu utan af landsbyggðinni, en þar gætti áhrifa
danskrar tungu lítið sem ekkert.
Til að mæta aukinni þörf fyrir dönskukunnáttu var kennslan
efld til mikilla muna í Lærða skólanum við flutning hans til Reykja-
víkur. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að á nítjándu öld var þýðingar-
og málfræðiaðferðin allsráðandi við kennslu erlendra tungumála.
Hún hentaði ágætlega til að kenna lestur, ritun, orðaforða og mál-
fræði, en öllu lakar til að kenna nemendum að skilja og tala erlendar
tungur. Samskipti við Dani gerðu því oft gæfumuninn hvað varðaði
góð tök Íslendinga á dönsku, sérstaklega á töluðu máli.
Útdráttur
Á nítjándu öld gætti töluverðra danskra áhrifa á Íslandi. Dönsk
tunga var notuð í samskiptum við Dani og hún gegndi einnig mikil-
vægu hlutverki innan stjórnsýslunnar. Með móðurmálsvæðingu
skólakerfisins í Danmörku varð dönskukunnátta nauðsynleg þeim
sem sóttu þangað menntun. Margir áttu í erfiðleikum með að skilja
og tala dönsku og því var dönskukennsla efld í Lærða skólanum.
Á helstu verslunarstöðum, einkum í Reykjavík, gerðu Danir sig
gildandi og dönsk menning og tunga setti svip á mannlífið og sam-
skipti. Í því fólust tækifæri fyrir Íslendinga til dönskunáms. Sumir
voru hallir undir danskt vald og samsömuðu sig dönsk-íslensku elít-
unni, og var ein táknmynd þess að slá um sig með dönsku og sletta
á málinu. Veraldlegir samtímatextar á íslensku voru af skornum
skammti og því lærðu margir dönsku af sjálfsdáðum til að geta lesið
bókmenntaverk, blöð og tímarit.
Danska var kennslugrein í Lærða skólanum og þegar nýir skólar
komu til sögunnar undir lok aldarinnar var danska þar meðal
kennslugreina, auk þess sem stór hluti námsefnis í öðrum greinum
var á dönsku. Málfræði- og þýðingaraðferðin var ráðandi í dönsku-
kennslunni og hún hentaði vel til að kenna lestur og ritun, en síður