Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 86
GÍSLI MAGNÚSSON
Milli mála 6/2014
90
Nærvera og heimspekileg fagurfræði í skáldsögu
Pascals Mercier Perlmanns Schweigen
Svissneski rithöfundurinn Pascal Mercier (sem er raunar skáldanafn
heimspekingsins Peter Bieri) kom fram á sjónarsviðið með „vitun-
dar-hrollvekjunni“ Perlmanns Schweigen (Þögn Perlmanns) árið 1995.
Strax í fyrstu setningu verksins kemst lesandinn að raun um að sö-
guhetjan, Philipp Perlmann, á æ erfiðara með að finna fyrir nærveru
og er flöktið milli nærveru og nærveruleysis eitt af leiðarstefjum
þess. Enda þótt höfundur bókarinnar sé heimspekingur af skóla
rökgreiningar virðist heppilegra að styðjast við heimspekilega fa-
gurfræði en rökgreiningarheimspeki til þess að átta sig á hugtakinu
„nærvera“. Í þessari grein er þess vegna sett fram stutt yfirlit yfir
hefð heimspekilegrar fagurfræði, frá Baumgarten til Gumbrechts og
Dorthe Jørgensen, og eftirfarandi stef í sögunni skýrð út frá þeirri
hefð: „Sálfræði nærverunnar“, „Andstæða klisjukenndrar málnot-
kunar og getu tungumálsins til að efla nærveru“ og „Nærveran í
ljósi náttúrufegurðar og listfegurðar“.
Lykilorð: nærvera, fagurfræði, rökgreiningarheimspeki, heimspekileg
fagurfræði, tungumál, fegurð, Baumgarten, Gumbrecht, Dorthe
Jørgensen
Presence and philosophical aesthetics in
Pascal Mercier’s novel Perlmanns Schweigen
The Swiss author Pascal Mercier, which is the pen name of the phi-
losopher Peter Bieri, made his debut as a novelist with the ‘thriller
of consciousness’ Perlmanns Schweigen (Perlmann’s Silence) in 1995. Al-
ready in the first sentence, the reader is confronted with the main
character’s failing ability to experience presence, and the oscillation
between presence and lack of presence is one of the novel’s main
themes. Although being an analytical philosopher himself, philo-
sophical aesthetics seems more relevant than analytical philosophy
to the novel’s use of the category of ‘presence’. Therefore, this pa-
per presents a short account of the tradition of philosophical aes-
thetics from Baumgarten to Gumbrecht and Dorthe Jørgensen.
This tradition is the common thread in the presentation of the fol-
lowing themes: “The Psychology of Presence”, “The Stereotypical