Milli mála - 01.06.2014, Síða 126
Milli mála 6/2014 135
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Um Alexander Púshkín og
Sögur Belkíns
jóðskáld Rússa, Alexander Sergejevítsj Púshkín, fæddist 1799 í
Moskvu og lést snemma árs 1837 í Pétursborg af sárum sem
hann hlaut í einvígi við d’Anthès – franskan liðsforingja, sem gert
hafði hosur sínar grænar fyrir eiginkonu skáldsins. Púshkín er fyrst
og fremst þekktur sem ljóðskáld og vakti snemma athygli manna í
forystusveit rússneskra skálda fyrir óvenjulega hæfileika og skarpa
skáldagáfu. Framlag hans til rússneskra bókmennta er óumdeilt
enda var hann frumkvöðull á flestum sviðum bókmenntanna og
lagði grunn að því að gera rússneska tungu að því bókmenntamáli
sem hún varð. Ljóð Púshkíns einkennast mörg af látleysi og ein-
faldleika, myndmál er notað í hófi, dregið er úr skrautmælgi, ná-
kvæmni er í fyrirrúmi og jafnvel gengið svo langt að gera það sem
taldist „talmál“ gjaldgengt í skáldskap.1 Skáldið reiðir sig einnig
mjög á merkingu og hljóm orðanna. Af þessum sökum hefur þótt
erfitt að koma ljóðum hans til skila í þýðingu svo vel sé. Sagt er að
þegar Prosper Mérimée2 sýndi Flaubert þýðingar sínar á ljóðum
1 Sjá m.a. umfjöllun um þetta og ljóðlist Púshkíns í: John Fennell, „Introduction“, Pushkin,
selected verse, Bristol: Booksprint, [1964] 1991, bls. ix–xxv. Nokkrar greinar hafa birst á
íslensku um Alexander Púshkín, ævi hans og verk. Hér skal bent á: Árni Bergmann, „Minnis-
varði Púshkíns“, Tímarit Máls og menningar 2/1999, bls. 24–40, og Áslaug Agnarsdóttir,
„Rússneska Þjóðskáldið Alexander Púshkín“, Lesbók Morgunblaðsins, 29. maí 1999, bls. 4–5.
2 Prosper Mérimée, 1803–1870, var áhugamaður um rússneskar bókmenntir og mikill aðdá-
andi Púshkíns. Hann var meðal þeirra fyrstu til að þýða rússneskar bókmenntir á franska
tungu. Sjálfur var hann rithöfundur og skrifaði meðal annarra verka Carmen, sem ópera
Bizets byggir á.
Þ