Milli mála - 01.06.2014, Qupperneq 129
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
138
hugmynd hefur verið sett fram að e.t.v. megi líta á Sögur Belkíns
sem gáskafullan leik með sumar af frægustu fléttum skáldjöfursins
breska án tragedíunnar: hefndin í „Skotinu“ (Ótello), stormur sem
veldur misskilningi milli ungra elskenda og undarleg örlög í „Snjó-
storminum“ (Fárviðrið), grafarhúmor og metapóetískar hugmyndir
með tilvísunum í Eros og Þanatos í „Líkkistusmiðnum“ (Hamlet),
ástkær dóttir sem svíkur varnarlausan og stoltan föður í „Stöðvar-
stjóranum“ (Lér konungur) og leynilegt ástarsamband milli ungs fólks
í fjölskyldum sem eiga í stríði sín á milli í „Hefðarmær í dulargervi“
(Rómeó og Júlía).12
Hver saga er að sínu leyti nokkurs konar útúrsnúningur eða
leikur með tiltekið þema. Aðalsöguhetjan í „Skotinu“ hefur yfir sér
rómantískan blæ – en flækjan leysist á einfaldan hátt. Enginn fellur í
einvígi og allt fer vel, þótt aðalsöguhetjan hverfi af sviðinu. Snúið er
út úr hinu gotneska og dularfulla í „Líkkistusmiðnum“. Líkkistu-
smiðurinn er ósköp venjulegur handverksmaður sem svindlar eftir
bestu getu á viðskiptavinum sínum og draugasagan í sögunni er ekki
annað en draumur.
Fjórar sögur af fimm í þessu safni hafa áður birst í íslenskum
þýðingum, líkast til alltaf í gegnum millimál, og sumar oftar en einu
sinni. Þannig vill til að það fyrsta sem talið er að borið hafi fyrir
augu Íslendinga af rússneskum skáldskap í þýðingu var sagan
„Hólmgangan“13, önnur þeirra sagna sem hér birtast í nýrri þýðingu
og er nefnd „Skotið“. „Hólmgangan“ birtist sem neðanmálssaga í
Ísafold í febrúar til maí, 1878.14 Í athugasemd þýðanda, sem annars
er ekki getið, segir: „Mun þetta vera í fyrsta skipti, að rússneskur
skáldskapur sjest á íslenzku“, og jafnframt að „lesendurnir skulu
samt eigi ímynda sjer, að saga þessi sje þýdd beinlínis úr rússnesku.
Nei, langt frá; henni er bara snarað úr dönsku“ og því bætt við að
danski þýðandinn hafi líklega haft fyrir sér þýska þýðingu.15
12 David M. Bethea, „Pushkin: From Byron to Shakespeare“, The Routledge Companion to Russian
Literature, ritstj. Neil Cornwell, London, New York: Routledge, 2001, bls. 74–88, hér bls. 87.
13 Svanfríður Larsen, Af erlendri rót, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2006,
bls. 29, 63.
14 Alexander Púschkín [svo], „Hólmgangan“, Ísafold, 28. febrúar–2. maí (að undanskildum tbl. 6
og 8) 1878.
15 Ísafold, 28. febrúar 1878, bls. 13.