Milli mála - 01.06.2014, Side 130
UM ALEXANDER PÚSHKÍN OG SÖGUR BELKÍNS
Milli mála 6/2014
139
Hin sagan sem hér er birt, „Líkkistusmiðurinn“, hefur að
minnsta kosti tvisvar birst áður í íslenskri þýðingu. Í fyrra sinnið
undir heitinu „Draugaveizlan“, í Iðunni árið 1885, í þýðingu J. J.,16 og
í síðara sinnið undir heitinu „Líkkistusmiðurinn“, í Dvöl árið 1937, í
þýðingu Þ. G.17 Gera má ráð fyrir að „J.J.“ sé Jónas Jónasson frá
Hrafnagili.18 Sagan var lesin sem „smásaga vikunnar“ í útvarpi,
laugardaginn 6. mars 1971. Þýðingin sem lesin var er án efa sú sem
hér er getið, því í yfirliti yfir útvarpsdagskrá í dagblöðum er titill
sögunnar „Draugaveizlan“ og þýðandinn sagður Jónas Jónasson frá
Hrafnagili.19 Þá ætti að vera óhætt að fullyrða að „Þ.G.“ sé Þórarinn
Guðnason, þá læknastúdent og síðar skurðlæknir í Reykjavík, en
hann þýddi talsvert fyrir Dvöl á þessum tíma. Í „Ávarpi til lesenda“ í
fyrsta hefti Dvalar 1938 er Þórarni þakkað hans framlag til tímarits-
ins: „… en þó vill hún sérstaklega þakka hinum unga, efnilega
stúdent, Þórarni Guðnasyni, sem Dvöl undanfarin tvö ár á meira að
þakka vinsældir sínar og verðmæti, heldur en nokkrum manni öðr-
um.“20 Í hvorugu tilfellinu kemur fram úr hvaða tungumáli er þýtt.
Sögurnar „Hefðarmær í dulargervi“ og „Snjóstormurinn“ hafa
einnig birst í íslenskum þýðingum.21 Svo virðist sem „Stöðvarstjór-
16 Alexander Puschin [svo í efnisyfirliti, en Puschkin á bls. 36], Iðunn, 3. bindi, 1. hefti, 1885,
bls. 36–47.
17 Alexander Pusjkin [svo], „Líkkistusmiðurinn“, Dvöl 3–4/1937, bls. 83–90.
18 Svanfríður Larsen segir J.J. vera Jónas Jónasson. Sjá, Af erlendri rót, bls. 95, færsla 356.
Svanfríður getur hans sem eins af þýðendum Iðunnar (bls. 30). Í því hefti Iðunnar sem hér um
ræðir, bls. 1–27, birtist einnig saga Jónasar „Brot úr ævisögu“, (sjá einnig; Jónas Jónasson (frá
Hrafnagili), Jón halti og fleiri sögur, Akureyri: Jónas og Halldór Rafnar, 1948). Ástæða er til að
geta þess að í efnisyfirliti Iðunnar er skammstöfunin „Stgr. Th.“ (Steingrímur Thorsteinsson)
sett með sögunni, en stafirnir „J.J“ standa undir þýðingunni bls. 47.
19 Örn Snorrason las. Sjá t.d. Morgunblaðið, 6. marz 1971, bls. 29.
20 Vigfús Guðmundsson, „Ávarp til lesenda“, Dvöl 1/1938, bls. 1–4, hér bls. 3. Í samtali við
ættingja Þórarins var þetta einnig staðfest þó að ekkert væri fullyrt um þessa tilteknu sögu.
21 [„Hefðarmær í dulargervi“]: Alxander Puschkin [svo], „Aðalsmanns dóttir í dularbúningi“,
Þjóðólfur 28. september–28. nóvember (að undanskildu tbl. 51) 1888 (bókarform; Sögusafn
Þjóðólfs I, Reykjavík: Prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar, bls. 157–194 (þýðanda ekki getið)).
Einnig var sagan lesin í útvarp 15.–17. júlí, árið 1959 í þýðingu Jóns R. Hjálmarssonar, sem
kallaði söguna „Hefðarmærin skiptir um ham“. Ása Jónsdóttir las. Sjá t.d. Morgunblaðið, 15.
(bls. 12) og 16. júlí (bls. 12) 1959. Þýðandi staðfesti í símtali við greinarhöfund að sagan hafi
verið þýdd úr ensku og hafi hvergi birst á prenti. [„Snjóstormurinn“]: Alexander Pushkin
[svo], „Hjónavígslan“, Nýjar kvöldvökur 10/1915, bls. 250–255 (þýðanda ekki getið);
Alexander Pushkin [svo], „Hríð“, Ísafold og Vörður, 15. janúar–22. febrúar 1930, alltaf á bls. 8
(bókarform; Úrvalssögur I, þýð. Árni Óla, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1930, bls. 15–34);