Milli mála - 01.06.2014, Síða 131
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
140
inn“ sé eina saga Belkíns sem enn hefur ekki verið þýdd á íslensku.
Það er nokkuð merkilegt sé haft í huga að ef til er þetta sú saga sem
mest áhrif hafði á rússneskar bókmenntir. Athygli vekur að í Tíma-
riti MÍR, sem gefið var út 1950–1959, þar sem fjölmargar þýðingar
voru birtar á verkum rússneskra höfunda, bæði ljóð og smásögur,
var aldrei birt saga úr safni Belkíns.22 Á hitt ber að líta að síðan 1949
virðist sem eingöngu ljóð eða sögur í ljóðum eftir Púshkín hafi birst
í íslenskum þýðingum. Síðustu tuttugu ár hefur lítið birst af nýjum
þýðingum á verkum skáldsins.23
Eftir því sem næst verður komist eru sögurnar sem hér birtast,
„Skotið“ og „Líkkistusmiðurinn“, nú birtar í fyrsta sinn í íslenskri
þýðingu beint úr frummálinu.
Alexander Pushkin [svo], „Hríðarveður“, Vísir Sunnudagsblað, 15. mars 1942, bls. 1–5
(þýðanda ekki getið).
22 Tímarit MÍR var gefið út af MÍR, Menningartengslum Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, 1950–
1959. Geir Kristjánsson, rithöfundur, þýðandi og ritstjóri þýddi mikið af efni úr rússnesku
fyrir tímaritið.
23 Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Púshkíns, árið 1999, var haldin sýning á Þjóðarbókhlöðu
sem tengdist ævi og verkum skáldsins. Áslaug Agnarsdóttir tók þá saman yfirlit um íslenskar
þýðingar á verkum Púshkíns sem birst höfðu á prenti og greinum á íslensku um höfundinn.
Samantektin hefur reynst höfundi þessarar greinar það hjálpartæki sem þurfti til að hefja
nánari eftirgrennslan um þýðingarnar og reyna að fylla upp í eyðurnar. Þeirri vinnu er hvergi
nærri lokið. Sjá, Áslaug Agnarsdóttir, „Alexander Sergejevítsj Púshkín 1799–1999. Sýning í
Þjóðarbókhlöðu 26. maí–30. júní 1999“, Reykjavík: Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka-
safn, 1999.