Milli mála - 01.06.2014, Qupperneq 132
Milli mála 6/2014 141
ALEXANDER PÚSHKÍN
Líkkistusmiðurinn1
Lítum við eigi líkkistur hvern dag,
silfurhærur sölnandi jarðar?
Derzhavin2
íðustu pjönkum líkkistusmiðsins Adríans Prokhorov var kastað
upp á líkvagninn og horaðar bikkjurnar lötruðu af stað í fjórða
sinn frá Basmannaja-götu í átt að Níkítskaja-götu3, þangað sem lík-
kistusmiðurinn hafði flutt ásamt sínu heimafólki. Þegar hann hafði
læst verkstæðinu festi hann auglýsingu á hliðið þess efnis að húsið
væri til sölu eða leigu og lagði af stað fótgangandi til síns nýja
heimilis. Þegar hann nálgaðist litla gula húsið sem hafði svo lengi átt
hug hans allan og hann loksins keypt fyrir dágóða upphæð, fann
gamli líkkistusmiðurinn sér til undrunar að hann gladdist ekki í
hjarta sínu. Þegar hann steig yfir ókunnan þröskuldinn og sá
óreiðuna í nýju híbýlunum, andvarpaði hann af söknuði yfir
hrörlega hreysinu þar sem í átján ár hafði ríkt hin strangasta
reglusemi. Hann skammaði dætur sínar tvær og vinnukonuna fyrir
seinaganginn og fór svo sjálfur að hjálpa til. Brátt var komin regla á
hlutina: skápurinn með helgimyndunum, skápurinn með leirtauinu,
borðið, dívaninn og rúmið voru komin á sinn stað í bakherberginu;
1 „Гробовщик“. Þýðingin er gerð eftir texta sögunnar í: A. C. Пушкин, Полное собрание
сочинений в десяти томах, þriðja útg., Moskva: Наука, 1964, 6. bindi, bls. 119–128.
2 Úr ljóðinu „Водопад“, 1794, eftir ljóðskáldið Derzhavin (1743–1816). Derzhavin var eitt
fremsta ljóðskáld Rússa fyrir daga Púshkíns. Neðanmálsskýringar eru að mestu byggðar á
skýringum í: А. С. Пушкин, Повести покойного Ивана Петровича Белкина. A. S. Pushkin,
Tales of the late Ivan Petrovich Belkin, ritstjóri og höfundur inngangs, eftirmála, skýringa og
orðabókar, Norman Henley, Letchworth, Hertfordshire: Bradda Books Ltd., 1965, bls. 114–
116; A. C. Пушкин, Полное собрание сочинений в десяти томах, bls. 761–762; A. S.
Pushkin, Tales of the late Ivan Petrovich Belkin. Повести покойного Ивана Петровича Белкина,
ritstj. B. O. Unbegaun, Oxford: Basil Blackwell, 1960, bls. 45–56. Allar neðanmálsgreinar
héðan í frá eru athugasemdir þýðanda.
3 Í Moskvu þessa tíma voru þessar tvær götur hvor í sínum enda borgarinnar.
S