Milli mála - 01.06.2014, Page 133
ALEXANDER PÚSHKÍN
Milli mála 6/2014
142
í eldhúsinu og í borðstofunni hafði smíðisgripum húsbóndans verið
komið fyrir: líkkistum í ýmsum litum og af öllum stærðum og
skápum með sorgarhöttum, kuflum og kyndlum. Yfir hliðinu hékk
spjald með mynd af bústnum Amor með öfugan kyndil í hendi og
áletruninni: „Hér eru seldar og smíðaðar líkkistur, ómálaðar og
málaðar, einnig er hægt að fá kistur leigðar og láta gera við gamlar.“
Systurnar fóru inn í sitt herbergi, Adrían gekk um húsið sitt, settist
við gluggann og lét kveikja upp í samóvarnum.
Hinn upplýsti lesandi veit að Shakespeare og Walter Scott létu
grafara sína vera lífsglaða og spaugsama menn svo að mótsögnin
yrði enn skýrari í hugum okkar. Af virðingu fyrir sannleikanum get-
um við ekki fylgt fordæmi þeirra og verðum að viðurkenna að
lundarfar líkkistusmiðsins okkar var í fullu samræmi við drungalegt
starf hans. Adrían Prokhorov var að upplagi þungur í skapi og þegj-
andalegur. Hann rauf þögnina einungis til að snupra dætur sínar
þegar hann stóð þær að því að sitja með hendur í skauti og góna á
vegfarendur út um gluggann eða til að okra á þeim sem voru svo
ógæfusamir (en þó stundum ánægðir) að þurfa á þjónustu hans að
halda. En, sem sagt, þar sem Adrían sat við gluggann og var að
drekka sjöunda tebollann, var hann að venju niðursokkinn í dapur-
legar vangaveltur. Hann var að hugsa um líkfylgd fyrrverandi yfir-
ofursta nokkurs sem lenti í hellirigningu þegar hún var stödd við
sjálft borgarhliðið, fyrir um réttri viku. Margir kuflar höfðu hlaupið
og margir hattar farið úr lagi. Hann sá fram á óumflýjanleg útgjöld
þar eð birgðir hans af útfararklæðnaði voru komnar til ára sinna og
orðnar lélegar. Hann vonaðist til að geta unnið upp tapið á gömlu
kaupmannsekkjunni Trjúkhínu sem var búin að vera á grafarbakk-
anum í heilt ár. En Trjúkhína lá fyrir dauðanum á Razgúljaj4 og
Prokhorov óttaðist að erfingjarnir myndu ekki, þrátt fyrir gefin lof-
orð, nenna að hafa fyrir því að senda eftir honum alla þessa leið
heldur skipta í stað þess við næsta útfararstjóra.
Þrjú óvænt frímúrarahögg á dyrnar vöktu hann upp úr þessum
hugleiðingum.
– Hver er þar? spurði líkkistusmiðurinn.
4 Razgúljaj-torg er í talsverðri fjarlægð frá Níkítskaja-götu, þar sem söguhetjan er búsett þegar
þarna er komið, en er nærri fyrri híbýlum hennar.