Milli mála - 01.06.2014, Page 136
LÍKKISTUSMIÐURINN
Milli mála 6/2014
145
sjálfur upp á einhverri spaugilegri skál. Skyndilega hóf einn gest-
anna, feitur bakari, glas sitt á loft og hrópaði:
– Skál fyrir þeim sem við þjónustum, unserer Kundleute!8
Þessari tillögu, líkt og öllum öðrum, var tekið með fagnaðar-
látum og einum rómi. Gestirnir fóru að hneigja sig hver fyrir öðr-
um, klæðskerinn fyrir skósmiðnum, skósmiðurinn fyrir klæðskeran-
um, bakarinn fyrir þeim báðum, allir fyrir bakaranum og svo fram-
vegis. Á meðan þessar hneigingar stóðu sem hæst sneri Júrko sér að
sessunaut sínum og hrópaði:
– Nú, jæja! Drekktu, vinur minn, drekktu nú skál þinna dauðu
vina.
Allir fóru að hlæja en líkkistusmiðurinn móðgaðist og varð
þungur á brún. Enginn veitti því athygli, gestirnir héldu áfram að
drekka og búið var að hringja til kvöldbæna þegar þeir stóðu upp
frá borðum.
Gestirnir fóru seint heim og voru flestir vel við skál. Feiti bak-
arinn og bókbindarinn, sem var í framan eins og andlit hans væri
bundið inn í rauða litskinnskápu,9 leiddu Júrko í skýlið sitt og höfðu
þar í heiðri rússneska máltækið: Greiði kemur greiða á móti. Lík-
kistusmiðurinn kom heim drukkinn og í hinu versta skapi.
– Hvað á þetta eiginlega að þýða, sagði hann upphátt, – er mín
iðn kannski ekki jafn ærleg og hver önnur? Er líkkistusmiðurinn
kannski bróðir böðulsins? Að hverju eru þessir heiðingjar að hlæja?
Er líkkistusmiðurinn kannski einhver trúður á jólaskemmtun? Mig
langaði til að bjóða þeim í innflutningsteiti, halda þeim ærlega
veislu. En það skal ekki verða! Ég ætla heldur að bjóða þeim sem ég
þjónusta: rétttrúuðu dánu fólki.
– Hvað er að heyra þetta, góði minn? sagði vinnukonan, sem
var að draga af honum stígvélin, – hvað ertu að segja? Biddu guð
fyrir þér! Bjóða framliðnum í innflutningsteiti! Þvílíkur hryllingur!
– Jú, ég skal sko bjóða þeim, hélt Adrían áfram, – og það strax
á morgun. Verið velkomnir, allir mínir velgjörðarmenn, í veislu
hingað annað kvöld; ég mun láta bera á borð það sem Guð hefur
gefið mér.
8 „Viðskiptavinum okkar“ (þýska).
9 Lína fengin að láni, dálítið breytt, úr gamanleiknum Хвастун, 1786, eftir Ja. Knjazhnín.