Milli mála - 01.06.2014, Side 138
LÍKKISTUSMIÐURINN
Milli mála 6/2014
147
andann koma æðandi á móti sér, stansaði hann og tók niður þrí-
hyrndan hattinn. Adrían fannst andlit hans kunnuglegt en í flýtinum
náði hann ekki að virða það almennilega fyrir sér.
– Eruð þér á leiðinni til mín? sagði Adrían móður, – gangið inn
fyrir, gjörið þér svo vel.
– Það er óþarfi að vera með látalæti, kæri vinur, svaraði hinn
hljómlausri röddu, – far þú á undan og vísaðu gestunum veginn!
Adrían hafði engan tíma til að vera með látalæti. Hliðið var
opið, hann fór upp tröppurnar og hinn á eftir honum. Adrían sá
ekki betur en að það væri fólk í íbúðinni. „Hvaða djöfulskapur er
þetta?“ hugsaði hann og hraðaði sér inn ... Hann riðaði á fótunum.
Herbergið var fullt af dánu fólki. Máninn skein inn um gluggann og
lýsti upp gul og blá andlit þeirra, innfallna munnana, myrkvuð og
hálflukt augun og hol nefin … Adrían sá sér til skelfingar að þarna
var komið fólk sem hafði notið hinstu þjónustu hans og að gestur-
inn sem hafði komið inn með honum var yfirofurstinn sem hafði
verið jarðaður í rigningunni miklu á dögunum. Allir, konur og karl-
ar, umkringdu líkkistusmiðinn, með hneigingum og kveðjum, nema
einn fátæklingur sem hafði ekki alls fyrir löngu fengið ókeypis
jarðarför. Hann var feiminn og blygðaðist sín fyrir tötrana og kom
þess vegna ekki að borðinu heldur stóð auðmjúkur úti í horni. Hinir
voru allir sómasamlega klæddir: látnar frúr með hettur og borða,
dánir embættismenn í einkennisbúningum en með ósnyrt skegg,
kaupmenn í sparifrökkum.
– Sjáðu bara Prokhorov, sagði yfirofurstinn fyrir hönd safnaðar-
ins, – öll risum við upp til að þiggja boð þitt; einungis þeir sem ekki
eru lengur færir um að hreyfa sig sátu eftir heima, þeir sem eru
alveg dottnir í sundur og eru ekki annað en beinin ber, en hér er þó
einn sem stóðst ekki mátið, hann langaði svo til að koma til þín …
Á því augnabliki ruddi sér leið gegnum þvöguna lítil beinagrind
og gekk til Adríans. Höfuðkúpan brosti blítt við líkkistusmiðnum.
Tætlur af ljósgrænu og rauðu ullarefni og snjáðu lérefti héngu utan
á beinagrindinni eins og á stöng en leggirnir skröltu um í stórum
reiðstígvélum eins og stautar í mortéli.
– Þekkir þú mig ekki, Prokhorov? sagði beinagrindin. – Manstu
ekki eftir fyrrverandi liðsforingja varðliðsins, Pjotr Petrovítsj Kúríl-