Milli mála - 01.06.2014, Page 139
ALEXANDER PÚSHKÍN
Milli mála 6/2014
148
kín, þeim sem þú seldir þína fyrstu líkkistu árið 1799, og lést reynd-
ar hafa ösp fyrir eik?
Að þessum orðum sögðum breiddi beinagrindin út beinaberan
faðminn, en Adrían tók á öllu sem hann átti, rak upp óp og hrinti
honum frá sér. Pjotr Petrovítsj riðaði, datt um koll og hrundi í
sundur. Meðal hinna látnu heyrðist óánægjukurr; allir vildu þeir
verja heiður félaga síns og veittust að Adrían með skömmum og
hótunum og vesalings húsráðandinn, sem ætlaði að ærast af hróp-
unum og náði varla andanum, vissi ekki lengur af sér, féll sjálfur á
beinahrúgu fyrrverandi liðsforingja varðliðsins og missti meðvitund.
Sólin hafði skinið góða stund á rúmið þar sem líkkistusmiður-
inn lá. Að lokum opnaði hann augun og sá hvar vinnukonan var að
kveikja upp í samóvarnum. Með skelfingu rifjaði Adrían upp við-
burði gærdagsins og næturinnar. Hann mundi óljóst eftir Trjúkhínu,
yfirofurstanum og liðsforingjanum Kúrílkín. Hann þagði og beið
eftir því að vinnukonan færi að tala við hann og gerði honum grein
fyrir hvaða endi næturævintýrið hefði fengið.
– Jæja, herra Adrían Prokhorovítsj,10 ertu þá búinn að sofa úr
þér? sagði Aksínja og rétti honum sloppinn. – Nágranni þinn, klæð-
skerinn, leit við og varðmaðurinn okkar kom til að láta vita að það
væri nafndagur11 lögregluvarðstjórans í dag en þú steinsvafst og við
vildum ekki vekja þig.
– En kom einhver hingað vegna Trjúkhínu sálugu?
– Sálugu? Hvað, er hún dáin?
– Heimska kerling! Varstu ekki að hjálpa mér í gær við að taka
til það sem þurfti fyrir útförina hennar.
– Hvað er að heyra þetta, herra? Ertu nokkuð að ganga af göfl-
unum eða er áfengisvíman ekki enn runnin af þér? Hvaða útför fór
10 Í Rússlandi samtímans bera þegnar landsins eiginnafn, föðurnafn og ættarnafn. Lengi vel
báru menn aðeins eiginnafn og föðurnafn, eða t.d nafn afa síns, oftast með endingunni „-ov“
(rússn. -ов). Smám saman gerist það, einkum í efri stéttum, að þetta er tekið upp sem nafn
ættarinnar og föðurnafn er sett á milli þess og eiginnafnsins, með endingunni „-ítsj“ (rússn. –
ич). Í upphafi nítjándu aldar báru menn í neðri stéttum (t.d. bændur, handiðnaðarmenn o.fl.)
yfirleitt ekki eiginleg ættarnöfn – heldur gegndu föðurnöfnin enn því hlutverki (með við-
skeytinu „-ov“.). Þess vegna ávarpa hærra settir menn söguhetjuna með forminu Prokhorov,
en þjónustustúlkan ávarpar húsbónda sinn með föðurnafnsforminu Prokhorovítsj og talar
þar með upp til hans umfram efni og ástæður.
11 „Nafndagur“ er dagur þess dýrlings sem einstaklingur er nefndur eftir.