Milli mála - 01.06.2014, Síða 141
Milli mála 6/2014 151
ALEXANDER PÚSHKÍN
Skotið1
Við háðum einvígi.
Baratynskí 2
Ég sór að skjóta hann samkvæmt reglum einvígisins
(ég átti enn inni mitt skot).
Kvöld í herbúðunum 3
I
ið höfðum aðsetur í bænum ***. Líferni liðsforingja í hernum4
er vel þekkt. Á morgnana eru æfingar og reiðþjálfun, mið-
1 „Выстрел“. Þýðingin er gerð eftir texta sögunnar í: A. C. Пушкин, Полное собрание
сочинений в десяти томах, þriðja útg., Moskva: Наука, 1964, 6. bindi, bls. 85–101.
2 Tilvitnun í ljóðið „Бал“ eftir E. A. Baratynskí (1800–1844). Púshkín hafði miklar mætur á
Baratynskí og taldi hann til fremstu skálda Rússlands. Neðanmálsskýringar eru að mestu
byggðar á skýringum í; A. C. Пушкин, Повести покойного Ивана Петровича Белкина. A. S.
Pushkin, Tales of the late Ivan Petrovich Belkin, ritstjóri og höfundur inngangs, eftirmála, skýringa
og orðabókar, Norman Henley, Letchworth, Hertfordshire: Bradda Books Ltd., 1965, bls.
111–113; A. C. Пушкин, Полное собрание сочинений в десяти томах, bls. 759–760; A. S.
Pushkin, Tales of the late Ivan Petrovich Belkin. Повести покойного Ивана Петровича Белкина,
ritstj. B. O. Unbegaun, Oxford: Basil Blackwell, 1960, bls. 9–26. Allar neðanmálsgreinar
héðan í frá eru athugasemdir þýðanda.
3 „Вечер на бивуаке“, smásaga eftir A. Bestúzhev-Marlínskí (1797–1837). Sagan birtist árið
1823 í blaðinu Полярная звезда. Blaðið, sem var athvarf fyrir sjónarmið svonefndra
dekabrista (eða „desemberista“), gaf Bestúzhev út ásamt K. F. Rylejev. Dekabristar höfðu
með sér leynileg samtök og gerðu misheppnaða uppreisn gegn einveldinu og bænda-
ánauðinni þegar sverja átti Nikulási I. hollustu, í Sankti Pétursborg í desember árið 1825.
Orðið „dekabristar/desemberistar“ er dregið af orðinu „desember“ (rússn. декабь [dekabr]).
Í samtökunum voru m.a. menn af aðalsættum og liðsforingjar sem höfðu tekið þátt í
Napóleonsstríðunum. Fimm helstu forsprakkar uppreisnarmannanna, þar á meðal Rylejev,
voru teknir af lífi í kjölfarið en fjölmargir voru sendir í útlegð til Síberíu og enn aðrir, einkum
óbreyttir hermenn, máttu þola líkamlegar refsingar.
4 Í frumtexta eru notuð orðin „армейский офицер“, (e. army officer) sem vísar til „venjulegra“
liðsforingja. Þeir voru gjarnan staðsettir fjarri höfuðborginni, ólíkt „liðsforingjum í varð-
liðinu“ (rússn. гвардейский офицер, e. officer of the Guards) – sem þess vegna lifðu fjölbreyttara
samkvæmislífi.
V