Milli mála - 01.06.2014, Page 142
ALEXANDER PÚSHKÍN
Milli mála 6/2014
152
degisverður hjá hersveitarforingjanum eða á einhverri gyðinga-
kránni, á kvöldin púns og spil. Í ***5 stóð okkur ekki eitt einasta
hús opið og þar var ekki heldur eitt vænlegt kvonfang. Við komum
saman heima hjá hver öðrum, þar sem við höfðum ekkert fyrir
augunum nema eigin einkennisbúninga.
Í okkar hópi var aðeins einn maður sem ekki gegndi herþjón-
ustu. Hann var um það bil þrjátíu og fimm ára og við litum því á
hann sem gamalmenni. Reynslan veitti honum margvíslega yfirburði
fram yfir okkur hina; auk þess var hann yfirleitt önugur, harður í
lund og hvassyrtur, og allt hafði þetta mikil áhrif á óhörðnuð hjörtu
okkar. Örlög hans höfðu yfir sér einhvern leyndardómsfullan blæ;
hann var rússneskur en bar ekki rússneskt nafn. Áður fyrr hafði
hann verið í þjónustu húsaranna6 við góðan orðstír; enginn vissi
hvað hafði orðið til þess að hann ákvað að draga sig í hlé og setjast
að í þessu litla fátæklega þorpi þar sem hann lifði fábrotnu lífi, þótt
ekki vantaði rausnarskapinn. Hann fór allra sinna ferða fótgangandi
í útslitnum svörtum frakka en var alltaf með opið hús fyrir alla
liðsforingjana í okkar hersveit. Maturinn samanstóð reyndar aðeins
af tveimur eða þremur réttum sem hermaður á eftirlaunum sá um
að útbúa en kampavínið rann í stríðum straumum. Enginn vissi
neitt um fjárhag hans eða tekjur og enginn dirfðist að spyrja hann
út í það. Hann átti nokkuð af bókum, flestar um hernað en einnig
skáldsögur. Hann var óspar á að lána þær og bað aldrei um að þeim
yrði skilað; sjálfur skilaði hann aldrei bók sem hann hafði fengið að
láni. Aðaláhugamál hans var skotfimi með skammbyssu. Upp um
alla veggi mátti sjá göt eftir byssukúlur sem minntu á hunangshólf í
býflugnabúi. Mikilfenglegt byssusafn var eini fjársjóður í hans
fátæklegu húsakynnum. Hann hafði náð gríðarlegri færni í skot-
listinni og ef hann hefði boðist til að skjóta niður peru af kaskeiti
einhvers gesta sinna, hefði enginn úr hersveitinni hikað við að
5 Þessi siður, að fella út staðarheiti, var algengur í bókmenntum þessa tíma. Þetta er e.t.v. gert
til að spilla ekki fyrir lesandanum, þ.e. ef nákvæm staðsetning skiptir ekki máli. Með þessum
hætti getur lesandinn sjálfur gert sér mynd af þeim stað sem hann kýs.
6 Léttvopnaðar riddaraliðssveitir sem ekki voru hluti af fastaher viðkomandi lands. Menn voru
sérstaklega valdir í sveitir húsara eða sóttu um inngöngu í þær. Húsarar sinntu sérstökum
verkefnum, t.d. eftirliti og landamæravörslu. Klæðnaður húsaranna var nokkuð frábrugðinn
annarra hermanna og þótti glæsilegur.