Milli mála - 01.06.2014, Síða 147
SKOTIÐ
Milli mála 6/2014
157
kvæðum sínum.8 Einvígi voru tíð í hersveit okkar og ég kom við
sögu í þeim öllum, ýmist sem vitni eða þátttakandi. Félagar mínir
báru virðingu fyrir mér en sveitarforingjarnir, sem komu og fóru,
umbáru mig af illri nauðsyn.
Áhyggjulaus (eða áhyggjufullur) naut ég orðstírsins, þegar ungur
maður af ríkri og kunnri ætt var sendur til okkar (ég vil ekki nefna
hann með nafni). Annan eins gæfumann og glæsimenni hafði ég
aldrei fyrirhitt. Hugsið yður æsku, gáfur, fegurð, fullkomna lífsgleði,
skeytingarlausa dirfsku, nafn sem allir þekkja, takmarkalaus auðæfi
sem myndu aldrei þverra – þér getið rétt ímyndað yður hvílík áhrif
hann hlaut að hafa í okkar hópi. Foringjahlutverki mínu var ógnað.
Hann heillaðist af orðsporinu sem af mér fór og reyndi að öðlast
vináttu mína en ég var kuldalegur í hans garð og hann fjarlægðist
mig án nokkurrar eftirsjár. Ég fór að hata hann. Sigrar hans í her-
sveitinni og kvenhylli urðu til þess að ég var á barmi örvæntingar.
Ég fór að stofna til illinda við hann; háðvísum mínum svaraði hann
með háðvísum sem mér virtust ávallt vera áreynslulausari og beittari
en mínar eigin, og þær voru auðvitað miklu gáskafyllri: hann gerði
að gamni sínu en ég var fullur heiftar. Svo fór að lokum, á dansleik
sem pólskur landeigandi hélt okkur, þegar ég sá að hann var
miðdepill athyglinnar hjá kvenfólkinu og þá einkum sjálfri húsfreyj-
unni, sem ég hafði áður verið í tygjum við, að ég hvíslaði einhverri
grófri móðgun í eyra hans. Hann rauk upp og rak mér löðrung. Við
gripum um sverðin, dömurnar féllu í yfirlið, við vorum skildir að og
þessa sömu nótt mættumst við í einvígi.
Þetta var við sólarupprás. Ég stóð á tilteknum stað ásamt þrem-
ur einvígisvottum. Með ósegjanlegri eftirvæntingu beið ég andstæð-
ingsins. Vorsólin var komin á loft og hitinn var farinn að segja til
sín. Ég kom auga á hann úr fjarlægð. Hann kom gangandi í ein-
kennisbúningi og með sverð, ásamt einvígisvotti. Við fórum til
móts við hann. Hann gekk nær og hélt á derhúfunni sem var full af
kirsuberjum. Einvígisvottarnir mældu fyrir okkur tólf skref. Ég átti
8 Denís Davydov (1784–1839) var skáld, liðsforingi í sveit húsara og vinur Púshkíns. Davydov
varð frægur fyrir framgöngu sína í hernaðinum gegn Frökkum árið 1812. Hann er talinn vera
fyrirmynd persónunnar Vasílí Denísov, í skáldsögu Tolstojs, Stríð og friður. A. P. Búrtsov
(1783–1813) var liðsforingi í sveit húsara og þekktur drykkju- og bardagamaður. Davydov
samdi um hann nokkur kvæði, s.s. „Гусарский пир“ og „Призывание на пунш“.