Milli mála - 01.06.2014, Page 149
SKOTIÐ
Milli mála 6/2014
159
hlýddi á hann hreyfingarlaus; undarlegar og mótsagnakenndar til-
finningar ólguðu innra með mér.
Þjónninn kom inn og tilkynnti að hestarnir væru klárir. Silvio
tók þétt um hönd mína; við kysstumst. Hann settist í vagninn þar
sem voru tvær ferðatöskur, í annarri voru byssurnar hans, í hinni
persónulegir munir. Við kvöddumst enn og aftur og hestarnir
þeystu af stað.
II
Nokkur ár liðu og fjölskylduaðstæður urðu til þess að ég neyddist til
að setjast að í lítilfjörlegu þorpi í sýslunni N***. Ég stundaði búskap
en andvarpaði í hljóði af söknuði eftir því glaðværa og áhyggjulausa
lífi sem ég hafði áður lifað. Erfiðast þótti mér að venjast því að
eyða haust- og vetrarkvöldum í algerri einveru. Fram að kvöldmat
tókst mér einhvern veginn að drepa tímann, fór yfir málin með
ráðsmanninum, hafði eftirlit með verkefnum og skoðaði nýjar bygg-
ingar, en um leið og tók að rökkva vissi ég ekki hvað ég átti af mér
að gera. Þær fáu bækur sem ég fann í skápum og í geymslunni kunni
ég utan að. Hvert einasta ævintýri sem ráðskonan Kírílovna gat
mögulega rifjað upp var hún búin að segja mér margsinnis; söngvar
sveitakerlinganna gerðu mig leiðan. Litlu mátti muna að ég færi að
drekka ósæta líkjöra en ég fékk höfuðverk af því. Já, og ég viður-
kenni að ég óttaðist að verða fyllibytta af einskærum leiðindum, en
slíkar fyllibyttur eru þær allra leiðinlegustu og af þeim var meira en
nóg í sýslunni okkar. Ég átti enga nákomna nágranna utan tvær eða
þrjár örlagabyttur sem héldu uppi samræðum með hikstum og and-
vörpum. Þá var einveran skárri.
Í fjögurra versta10 fjarlægð frá mér var glæsilegur herragarður í
eigu greifynjunnar B***, en þar bjó aðeins bústjórinn. Greifynjan
hafði aðeins heimsótt herragarðinn einu sinni, á fyrsta hjúskaparári
sínu, og eyddi þá ekki nema mánuði þar. En annað vorið mitt í ein-
verunni fór af stað orðrómur þess efnis að greifynjan hygðist dvelj-
ast í sveitinni ásamt manni sínum yfir sumarið. Það stóð heima, þau
komu í byrjun júní.
10 Gömul rússnesk mælieining, u.þ.b. 1,7 km.