Milli mála - 01.06.2014, Page 150
ALEXANDER PÚSHKÍN
Milli mála 6/2014
160
Koma auðugs nágranna er mikilsverður viðburður fyrir sveita-
fólk. Óðalseigendur og hjú þeirra tala um það í tvo mánuði fyrir
komuna og þrjú ár á eftir. Hvað sjálfan mig snerti, þá viðurkenni ég
að fréttin um komu ungrar og fagurrar nágrannakonu hafði mikil
áhrif á mig; ég beið þess með óþreyju að fá að hitta hana og því var
það að fyrsta sunnudaginn eftir að hún kom, fór ég að loknum
hádegisverði í þorpið *** til að kynna mig fyrir hinum náðugu hjón-
um, sem þeirra næsti nágranni og auðmjúkur þjónn.
Herbergisþjónninn vísaði mér inn á skrifstofu greifans en
sjálfur fór hann að tilkynna um komu mína. Rúmgott herbergið var
afar ríkmannlega búið: við veggina stóðu bókaskápar, og á hverjum
skáp var brjóstmynd úr bronsi; yfir eldstæði úr marmara hékk veg-
legur spegill; á gólfinu var grænn dúkur þakinn teppum. Þar eð ég
hafði vanist af íburði í mínum fátæklegu húsakynnum og hafði ekki
í langan tíma litið ríkidæmi annarra augum, fór ég hjá mér og beið
greifans með sama kvíða og erindreki af landsbyggðinni bíður
komu ráðherra. Dyrnar opnuðust og inn gekk glæsilegur maður sem
var á að giska 32 ára. Greifinn gekk til mín einlægur á svip og vin-
samlegur í fasi; ég reyndi að herða upp hugann og fór að segja deili
á sjálfum mér en hann stöðvaði mig. Við settumst. Tal hans var
frjálslegt og þægilegt og fljótlega hvarf mér nístandi óframfærnin;
ég var að verða eins og ég átti að mér að vera þegar greifynjan kom
skyndilega inn og á mig kom enn meira fát en áður. Hún var svo
sannarlega fögur. Greifinn kynnti mig; ég vildi sýnast ófeiminn en
því óþvingaðri sem ég reyndi að vera, þeim mun klaufalegri varð ég.
Til að gefa mér færi á að jafna mig og venjast þessum nýja
félagsskap, tóku þau tal sín á milli og komu fram við mig eins og
góðan nágranna og án nokkurra formlegheita. Á meðan gekk ég um
og virti fyrir mér bækur og málverk. Ég er ekki fróður um málverk,
en þó vakti eitt þeirra athygli mína. Þar gat að líta landslag einhvers
staðar í Sviss, en það var ekki málverkið sjálft sem vakti furðu mína,
heldur að á því voru för eftir tvær byssukúlur, hvert ofan í öðru.
– Nei, þetta er laglegt skot, sagði ég og sneri mér að greifanum.
– Já, sagði hann, skotið er sannarlega meistaralegt. Eruð þér
góður skotmaður? hélt hann áfram.