Milli mála - 01.06.2014, Síða 151
SKOTIÐ
Milli mála 6/2014
161
– Ekki sem verstur, svaraði ég, feginn því að samtalið hafði
sveigst að hlutum sem ég kunni skil á. – Ég gæti hæft spil í þrjátíu
skrefa fjarlægð, það er að segja með byssu sem ég er vanur.
– Virkilega, sagði greifynjan, með ósviknum áhuga, – en þú,
vinur, myndir þú hæfa spil í þrjátíu skrefa fjarlægð?
– Einhvern tíma, sagði greifinn, – skulum við athuga það. Ég
var ekki svo slæmur skotmaður á sínum tíma, en nú hef ég ekki tek-
ið mér byssu í hönd í fjögur ár.
– Ó, sagði ég, – úr því að svo er, þori ég að veðja að yðar tign
hittir ekki einu sinni spil í tuttugu skrefa fjarlægð. Skotfimi verður
að æfa daglega. Það þekki ég af eigin reynslu. Í minni hersveit þótti
ég ein af bestu skyttunum. Einu sinni gerðist það að ég snerti ekki
byssu í heilan mánuð, því mínar voru í viðgerð og hvað haldið þér,
yðar náð? Þegar ég fór að skjóta á ný, skaut ég fjórum feilskotum í
röð á flösku í tuttugu og fimm skrefa fjarlægð. Kapteinninn okkar,
spaugsamur og skemmtilegur náungi, stóð þarna hjá fyrir tilviljun
og sagði við mig: „Það lítur út fyrir að þú getir ekki lyft hendinni í
átt að flöskunni, góði minn.“ Nei, yðar tign, maður skyldi ekki van-
rækja þessa list því þá kemst maður fljótt úr æfingu. Besta skytta
sem ég hef nokkurn tíma hitt, skaut daglega að minnsta kosti þrisv-
ar sinnum fyrir kvöldmat. Það var honum jafn eðlilegt og að stinga
úr vodkastaupi.
Greifinn og greifynjan glöddust yfir því að ég skildi vera farinn
að spjalla við þau.
– Hvernig skytta var hann? spurði greifinn.
– Ja, ég skal segja yður það, yðar náð. Hann átti það til, ef hann
sá hvar fluga hafði sest á vegginn, hlæið þér, greifafrú? En þetta er
heilagur sannleikur. Hann sér flugu á veggnum og hrópar: Kuzka,
byssuna! Kuzka kemur með hlaðna byssu. Eitt skot og hann fletur
fluguna út á veggnum!
– Þetta er ótrúlegt! sagði greifinn. – Og hvað hét þessi maður?
– Silvio, yðar tign.
– Silvio! hrópaði greifinn upp yfir sig og stökk upp úr sæti sínu,
– þekktuð þér Silvio?
– Það er nú líkast til, við vorum kunningjar, honum var tekið
eins og einum úr hópnum í hersveitinni okkar, en nú hef ég ekkert
heyrt af honum í fimm ár. Svo þér hafið þá þekkt hann líka?