Milli mála - 01.06.2014, Page 153
SKOTIÐ
Milli mála 6/2014
163
Byssan hans stóð upp úr jakkavasanum. Ég mældi tólf skref og
tók mér stöðu þarna í horninu og bað hann að skjóta sem fyrst áður
en konan mín sneri til baka. Hann fór sér hægt, bað um ljós. Komið
var með kerti. Ég lokaði dyrunum og bannaði að nokkur kæmi inn
og bað hann aftur að skjóta. Hann tók upp byssuna og miðaði …
Ég taldi sekúndurnar og hugsaði um konuna mína … Hræðileg
mínúta leið! Silvio lét höndina síga.
– Mér þykir leitt að byssan er ekki hlaðin kirsuberjasteinum …
kúlan er þung. Mér sýnist að þetta sé ekki einvígi heldur morð, ég er
ekki vanur því að miða á vopnlausan mann. Byrjum upp á nýtt;
vörpum hlutkesti um hver skýtur fyrstur.
Allt hringsnerist í höfðinu á mér … Ég held ég hafi reynt að
hreyfa einhverjum mótmælum … Að lokum hlóðum við aðra
byssu. Við rúlluðum upp tveimur miðum, hann lagði þá í derhúfuna
sem ég hafði einu sinni skotið í gegnum og ég hafði aftur vinning-
inn.
– Greifi, þú ert djöfullega heppinn, sagði hann með glotti sem
ég gleymi aldrei.
Ég skil ekki hvað gekk að mér eða hvernig hann fékk mig til
þess … en ég skaut og hitti þessa mynd. (Greifinn benti á myndina
með skotförunum, andlit hans logaði, greifynjan var orðin fölari en
vasaklúturinn sem hún hélt á; ég réð ekki við mig og rak upp óp.)
Ég skaut, hélt greifinn áfram, og hitti ekki, guði sé lof, og Silvio
… (hann var sannarlega ógnvekjandi á þessari stundu), Silvio mið-
aði á mig. Skyndilega opnuðust dyrnar. Masha12 hleypur inn og
hendir sér hrópandi um hálsinn á mér. Ég endurheimti kjarkinn við
að sjá hana.
– Ástin mín, sagði ég við hana, – sérðu ekki að við erum bara
að gera að gamni okkar. Voðalega varðstu hrædd! Farðu og fáðu þér
glas af vatni og komdu svo; ég þarf að kynna fyrir þér minn gamla
vin og félaga.
En Masha trúði mér ekki.
– Segið mér, er maðurinn minn að segja satt? sagði hún og sneri
sér að hinum illúðlega Silvio, – er það satt að þið séuð bara að gera
að gamni ykkar?
12 Gælunafn fyrir „Марья/Мария“, María.