Milli mála - 01.06.2014, Page 155
Milli mála 6/2014 165
RÚNAR HELGI VIGNISSON
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Um Nathaniel Hawthorne
athaniel Hawthorne (1804–1864) var einn af þeim fyrstu sem
skrifuðu smásögur í nútímaskilningi þótt hann hafi reyndar
kallað þær frásagnir eða ævintýri (e. tales), enda minna þær mjög á
forvera smásögunnar. Sögur hans lúta öðru fremur fagurfræðilegum
lögmálum og persónur hans eru líkari raunverulegu fólki en tíðkast
hafði fram að því.
Hawthorne fæddist í borginni Salem í Massachusetts-fylki, einu
af höfuðvígjum púrítana á Nýja-Englandi. Faðir hans var skipstjóri
sem dó þegar drengurinn var fjögurra ára og eftir það dró móðir
hans sig inn í skel sína, klæddist svörtum fötum og hélt sig innan-
dyra. Rithöfundarferill Hawthornes var enginn dans á rósum, hann
átti ævinlega í mikilli innri baráttu og gekk upp og ofan að sjá fjöl-
skyldu sinni farborða með skrifum sínum enda meiri eftirspurn eftir
draugasögum, indíánasögum og þorpssögum en sögum af því tagi
sem hann kaus að skrifa. Um tíma lagði hann ritstörfin til hliðar og
réð sig í vinnu hjá tollstjóraembættinu í Salem til að geta séð fyrir
sér og sínum.
Hinn púrítanski arfur varð Hawthorne ríkuleg uppspretta.
Þekktustu verk hans, þ.á m. The Scarlet Letter og „Hinn ungi herra
Brown“ („Young Goodman Brown“), sækja efnivið sinn í þann arf.
Sálarlíf mannsins er í brennidepli, ekki síst hugarangistin sem fylgir
syndinni, og til þess að ná utan um það skapar hann heim sem lýtur
sínum eigin lögmálum. Hann sagðist einu sinni hafa „ólæknandi
áhuga á allegóríu“1 og hana nýtir hann óspart í verkum sínum sem
fá fyrir vikið goðsagnakenndan blæ.
1 Ann Charters, The Story and its Writer, An Introduction to Short Fiction, sixth edition. Boston,
New York: Bedford/St. Martin’s, 2003, bls. 621.
N