Milli mála - 01.06.2014, Side 157
Milli mála 6/2014 167
NATHANIEL HAWTHORNE
Hinn ungi herra Brown
inn ungi herra Brown kom út á stræti Salem-þorps við
sólsetur; en rak höfuðið inn aftur þegar hann var stiginn yfir
þröskuldinn, til að skiptast á kveðjukossi við ungu konuna sína. Og
Faith, sem bar það nafn með rentu, stakk fallega kollinum sínum út
á götu og lét vindinn leika við bleiku borðana á hettunni um leið og
hún kallaði til herra Browns.
„Hjartað mitt,“ hvíslaði hún, mildilega og eilítið dapurlega
þegar varir hennar námu við eyra hans, „vertu svo vænn að fresta
för þinni til sólarupprásar og sofðu í rúminu þínu í nótt. Slíkir
draumar og slíkar hugsanir sækja á einsamla konu að hún verður
stundum hrædd við sjálfa sig. Ég bið þig, vertu hjá mér þessa nótt,
ástkæri eiginmaður, af öllum nóttum ársins.“
„Elsku Faith mín,“ svaraði hinn ungi herra Brown, „af öllum
nóttum ársins verð ég að dvelja fjarri þér þessa einu nótt. Förina,
eins og þú kallar hana, verður að fara fram og aftur milli þessarar
stundar og sólarupprásar. Þú efast þó ekki um mig nú þegar, mín
elskulega og fallega eiginkona, við sem höfum ekki verið gift nema í
þrjá mánuði?“
„Guð blessi þig þá!“ sagði Faith, með bleiku borðana, „og
megir þú koma að öllu í sóma þegar þú snýrð aftur.“
„Amen!“ hrópaði herra Brown. „Farðu með bænirnar þínar,
elsku Faith, og gakktu til náða við sólsetur, og þá mun þig ekkert
bresta.“
Þannig skildu þau; og ungi maðurinn hélt leiðar sinnar uns
hann kom að horninu við safnaðarheimilið, þá leit hann um öxl og
sá Faith horfa enn á eftir sér, mædda á svip, þrátt fyrir bleiku
borðana.
„Veslings Faith litla!“ hugsaði hann, því þetta snart hjarta hans.
„Ég er nú meiri maðurinn að fara frá henni í ferð sem þessa! Hún
H