Milli mála - 01.06.2014, Síða 159
HINN UNGI HERRA BROWN
Milli mála 6/2014
169
talist eftirtektarvert var stafurinn, sem líktist stórum svörtum snák,
og var svo haganlega gerður að hann sást allt að því liðast og
hlykkjast eins og lifandi naðra. Þetta hlýtur að hafa verið sjón-
blekking sem brigðult ljósið stuðlaði að.
„Komdu nú, herra Brown,“ kallaði samferðamaður hans, „við
förum óttalega hægt yfir og það í upphafi ferðar. Taktu stafinn
minn ef þú ert orðinn þreyttur nú þegar.“
„Vinur,“ sagði hinn og nam staðar, „nú þegar ég hef staðið við
samkomulagið um að hitta þig hér, hef ég hugsað mér að snúa aftur
þangað sem ferð mín hófst. Ég er tvístígandi gagnvart málinu sem
um ræðir.“
„Er það svo?“ svaraði sá með nöðruna og brosti í kampinn.
„Við skulum samt halda áfram og ræða þetta á leiðinni; og ef mér
tekst ekki að sannfæra þig skaltu snúa við. Við erum bara rétt
komnir inn í skóginn.“
„Of langt! Of langt!“ hrópaði ungi maðurinn upp og gekk
ósjálfrátt af stað aftur. „Faðir minn fór aldrei inn í skóginn í þessum
erindagjörðum, né faðir hans á undan honum. Mitt fólk hefur verið
heiðvirt og kristið frá dögum píslarvottanna; og á ég að verða
fyrstur úr minni fjölskyldu til að fara þessa leið og vera í“ –
„Slíkum félagsskap, vildir þú sagt hafa,“ mælti eldri maðurinn,
túlkaði þögn hans. „Vel sagt, herra Brown! Ég hef þekkt fólkið þitt
jafn vel og aðra hreintrúarmenn; og þá er ekki lítið sagt. Ég hjálpaði
afa þínum, lögreglustjóranum, að reka kvekarakonuna með svipu
eftir götum Salem; og það var ég sem færði föður þínum furu-
kvistinn, tendraðan í mínum eigin arni, til að bera eld að indíána-
þorpi, í stríði Filippusar konungs. Þeir voru báðir góðvinir mínir; og
oft höfum við gengið okkur til ánægju eftir þessum stíg og snúið
glaðbeittir heim aftur eftir miðnætti. Ég vil gjarnan vera vinur þinn
þeirra vegna.“
„Ef þú hefur rétt fyrir þér,“ svaraði herra Brown, „undrast ég
að þeir skuli aldrei hafa rætt þessi mál; eða öllu heldur þvert á móti
þar sem minnsti orðrómur í þá veru hefði hrakið þá frá Nýja-
Englandi. Við erum fólk bæna og allra góðra verka og umberum
ekki slíka mannvonsku.“
„Mannvonska eða ekki,“ sagði ferðalangurinn með kræklótta
stafinn, „ég þekki marga hér á Nýja-Englandi. Ég hef sopið messu-