Milli mála - 01.06.2014, Síða 166
NATHANIEL HAWTHORNE
Milli mála 6/2014
176
Það voru orð að sönnu. Á meðal þeirra andlita sem hvörfluðu
milli dimmu og ljóma voru nokkur sem sæjust daginn eftir á
sveitarstjórnarfundi og önnur sem horfðu guðhræddum augum til
himins og litu góðlátlega yfir þéttsetna kirkjubekkina úr helgustu
predikunarstólum landsins. Sumir staðhæfa að ríkisstjórafrúin hafi
verið þarna. Allt að einu voru þarna fínar frúr sem hún þekkti vel,
og konur virtra manna, og fjölmargar ekkjur, og fjörgamlar meyjar,
allar í miklum metum, og fagrar ungar stúlkur sem nötruðu af ótta
við að mæður þeirra sæju þær. Annaðhvort glöptu snögg ljósleiftrin
herra Brown sýn, eða þá hann þekkti allmarga safnaðarmeðlimi frá
Salem sem voru kunnir að ærnum heilagleika. Gookin gamli djákni
var mættur og beið við jakkalöf hins virta guðsmanns, hins dáða
sóknarprests síns. En þarna, í lítt virðulegu samneyti við þetta
alvöruþrungna, nafntogaða og guðrækna fólk, þessa öldunga kirkj-
unnar, þessar hreinlífu konur og fersku meyjar, voru menn sem
stunduðu lastafullt líferni og konur með flekkað orðspor, óþokkar
sem höfðu gefið sig illsku og sora á vald og voru jafnvel grunaðir
um viðurstyggilega glæpi. Það var ankannalegt að hinir góðu skyldu
ekki hrökkva undan hinum illu, né voru hinir syndugu feimnir við
guðsmennina. Innan um bleika óvini sína voru indíánaprestar, eða
galdralæknar, sem höfðu oft skelft skógana með herfilegri særingar-
þulum en enskir galdrar bjuggu yfir.
„En hvar er Faith?“ hugsaði herra Brown; og um leið og vonin
snart hjarta hans, fór skjálfti um hann.
Annað sálmavers upphófst, hægur og dapurlegur ómur, eins og
heilagur kærleikurinn, en rann saman við orð er lýstu öllu því sem
náttúra okkar fær hugsað um synd og gaf annað í skyn með myrk-
um hætti. Fræði fjenda eru óskiljanleg dauðlegum mönnum. Hvert
erindið af öðru var sungið; en samt svall kór eyðimerkurinnar á
milli eins og dýpsti tónninn í miklu orgeli; og með lokahljómi þessa
hræðilega lofsöngs fylgdi hljóð, eins og öskrandi vindurinn, ólgandi
lækirnir, gólandi skepnurnar og aðrar raddir í ósamstilltum
óbyggðunum blönduðust og rynnu saman við rödd sakbitna
mannsins sem sór prinsi allsherjar hollustu. Logandi fururnar fjórar
sendu upp hærri eldstólpa og afhjúpuðu óljós form og ásjónur
hryllings á reykjarkrönsum uppi yfir hinni óguðlegu samkomu. Í
sömu andrá teygði eldurinn á klettinum fram rauðleita tungu og