Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 167
HINN UNGI HERRA BROWN
Milli mála 6/2014
177
myndaði flæðandi boga við ræturnar þar sem nú birtist manns-
mynd. Með fullri virðingu sé það sagt að mannsmyndin líktist ekki
lítið, jafnt í klæðaburði sem háttum, æruverðugum klerki úr ein-
hverri sókna Nýja-Englands.
„Leiðið fram trúskiptingana!“ öskraði rödd sem endurómaði
um svæðið og hvarf inn í skóginn.
Á samri stundu steig herra Brown fram úr skugga trjánna og
gekk að söfnuðinum sem honum fannst hann eiga andstyggilega
samleið með vegna þess að í hjarta sér fann hann til með öllu því
illa. Hann hefði allt að því getað svarið að sköpulag föður hans
heitins gæfi sér bendingu um að koma þar sem hann horfði niður úr
reykjarkransi meðan kona með óljósan örvæntingarsvip bandaði
honum frá. Var það móðir hans? En hann hafði enga orku til að
hörfa svo mikið sem eitt skref, né streitast á móti, ekki einu sinni í
huganum, þegar presturinn og Gookin gamli djákni tóku undir
handleggina á honum og leiddu hann að logandi klettinum. Þangað
kom líka pasturslítið form sveipaðrar konu sem þær leiddu á milli
sín, þær Goody Cloyse, sá guðrækni kristinfræðikennari, og Martha
Carrier, sem djöfullinn hafði lofað að gera að drottningu heljar.
Hún var hamslaus norn. Og þarna stóðu trúskiptingarnir undir eld-
hafinu.
„Velkomin, börnin mín,“ sagði dökka veran, „á þessa samkomu
ykkar líka. Ung að árum hafið þið fundið eðli ykkar og örlög. Lítið
aftur fyrir ykkur, börnin mín!“
Þau sneru sér við; og þá lýstust djöfladýrkendurnir upp, á
logandi tjaldi; draugslegt velkomandabros á hverri ásjónu.
„Þarna,“ hélt hin myrka mannsmynd áfram, „eru þau öll sem
þið hafið borið lotningu fyrir frá barnæsku. Þið álituð þau heilagari
en ykkur sjálf og skömmuðust ykkar fyrir syndsemina, báruð hana
saman við ráðvendni þeirra og bænræknar þrár eftir himnaríki. Samt
eru þau öll á tilbeiðslusamkomu minni. Í nótt fáið þið að vita hvað
þau hafa brallað á laun: hvernig gráskeggjaðir öldungar kirkjunnar
hafa hvíslað léttúðug orð að ungmeyjunum á heimilum sínum;
hvernig mörg konan, gírug í sorgarklæði ekkjunnar, hefur gefið
eiginmanni sínum drykk á háttatíma og látið hann sofna hinum
síðasta blundi við barm sér; hvernig skegglaus ungmenni hafa flýtt
sér að erfa auð föðurins; og hvernig fagrar stúlkur – roðnið ekki,