Milli mála - 01.06.2014, Page 169
HINN UNGI HERRA BROWN
Milli mála 6/2014
179
rokurnar í vindinum sem dúruðu þunglamalega niður í skóginum.
Hann skjögraði að klettinum og fann að hann var kaldur og rakur;
en hangandi trjágrein, sem hafði skíðlogað, sáldraði ískaldri dögg á
vanga hans.
Morguninn eftir gekk hinn ungi Brown hægt út á stræti Salem-
þorps og horfði í kringum sig eins og ráðvilltur maður. Gamli góði
presturinn var á göngu meðfram kirkjugarðinum til að örva matar-
lystina fyrir morgunverðinn og íhuga predikunina sína, og veitti
herra Brown blessun um leið og hann fór hjá. Hann hrökk undan
þessum helga manni eins og til að forðast bannfæringu. Gookin
gamli djákni var við tilbeiðslu heima hjá sér og heilög orðin í bæn
hans heyrðust út um opinn gluggann. „Til hvaða guðs biður galdra-
karlinn?“ varð herra Brown að orði. Goody Cloyse, sú trúrækna
gamla kona, stóð í morgunsólinni við hliðið hjá sér og spurði litla
stúlku, sem hafði fært henni pott af nýmjólk, út úr guðspjöllunum.
Herra Brown hrifsaði burt barnið eins og úr greipum dauðans
sjálfs. Þegar hann kom fyrir hornið á safnaðarheimilinu sá hann í
kollinn á Faith, með bleiku borðana, þar sem hún svipaðist óþreyju-
full um og hún varð svo glöð að sjá hann að hún hljóp eftir götunni
og hafði næstum kysst mann sinn frammi fyrir öllu þorpinu. En
herra Brown horfði hörkulega framan í hana og hélt áfram án þess
að heilsa.
Hafði herra Brown sofnað í skóginum og einungis dreymt
óráðsdraum um nornafund?
Svo kann að vera; en, vei! sá draumur boðaði illt fyrir hinn unga
Brown. Hann varð harðneskjulegur maður, myrkur í hugsun, tor-
trygginn, ef ekki örvæntingarfullur, frá þeirri nóttu sem hann
dreymdi þennan hræðilega draum. Á hvíldardeginum, þegar söfnuð-
urinn söng helgan sálm, gat hann ekki hlustað vegna þess að lof-
söngur syndarinnar þaut fyrir eyrum hans og yfirgnæfði hinn helga
óm. Þegar presturinn talaði úr stólnum af andríki og eldmóði, og
með höndina á opinni Biblíu, um hin heilögu sannindi trúarinnar,
og um dyggðugt líf og sigri hrósandi dauða, og um framtíðarsælu
eða ósegjanlega pínu, þá fölnaði herra Brown, óttaðist að þakið
mundi hrynja ofan á þennan gráa guðlastara og tilheyrendur hans.
Oft þegar hann vaknaði skyndilega um miðnætti hrökk hann frá
brjósti Faith; og við morgun- eða kvöldverð, þegar fjölskyldan