Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 171
Milli mála 6/2014 185
NATALIA DEMIDOVA
Rússneskur kveðskapur á Íslandi
Drög að skrám yfir rússneskan kveðskap
á íslensku 1884–2015 og íslenska þýðendur
rússneskra ljóðverka
ikill fjöldi rússneskra bókmenntaverka hefur verið þýddur á
íslensku. Talið er að elsta þýðing rússnesks verks sé frá árinu
1878 og er það íslensk þýðing smásögunnar „Выстрел“ („Hólm-
gangan“) eftir Alexander Púshkín.1 Nokkrar tilraunir til að flokka
og skrá niður heimildir um íslenskar þýðingar rússneskra bók-
menntaverka hafa verið gerðar. Árið 1992 var birt skrá yfir rússn-
eskar bókmenntir í íslenskri þýðingu á árum 1879–1991, sem
Áslaug Agnarsdóttir tók saman.2 Sú skrá náði einungis til útgefinna
bóka en ekki til efnis í tímaritum. Freyja Melsted tók saman skrá yfir
þýdd verk eftir rússneskumælandi höfunda í íslenskum bókum og
tímaritum á árum 1878–1910 í lokaverkefni sínu við Háskóla
Íslands.3 Einnig má nefna ritið Af erlendri rót eftir Svanfríði Larsen
þar sem finna má skrá yfir þýðingar í blöðum og tímaritum á
íslensku á árum 1874 til 1910, þar á meðal yfir þýðingar rússneskra
bókmenntaverka.4
1 Í athugasemd með þýðingunni stendur: „Mun þetta vera í fyrsta skipti, að rússneskur skáld-
skapur sjest á íslenzku–það er skáldskapur, þó að það sje ekki í ljóðum …“; Alexander
Púschkín, „Hólmgangan“, Ísafold 4, 5, 7, 9, 10/1878, bls. 13–18, 25–26, 35–38, hér bls. 13.
2 Áslaug Agnarsdóttir, „Dostojevskíj á meðal vor“, Skírnir 166(vor)/1992, bls. 227–248, hér
bls. 245.
3 Freyja Melsted, Elstu íslenskar útgáfur af rússneskum skáldskap. Þýðingar frá 1879–1910, ritgerð til
BA-prófs í rússnesku, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2015, http://skemman.is/handle/-
1946/20388 [sótt 9. apríl 2015].
4 Svanfríður Larsen. Af erlendri rót, Reykjavík: Bókmenntastofnun Háskóla Íslands, Háskóla-
útgáfan, 2006.
M