Milli mála - 01.06.2014, Page 173
RÚSSNESKUR KVEÐSKAPUR Á ÍSLANDI
Milli mála 6/2014
187
Í dálknum „Frumtexti“ eru skráð rússnesk heiti þýddra ljóða og
yrkisár þeirra. Rússnesk ljóð bera oft engan titil en heita þá eftir
fyrstu ljóðlínunni. Einnig geta mismunandi ljóð eftir sama ljóðskáld
borið sama heiti og þá er oft gefin fyrsta lína ljóðsins, ásamt heitinu.
Þessari hefð er fylgt í skránum.
Öll ljóð án höfundarnafns eru talin upp í lok fyrri skrárinnar
undir fyrirsögninni „Óþekktir eða ótilgreindir höfundar“.
Í skrá yfir íslenska þýðendur og þýðingar þeirra eftir birtingarári
eru þýðendur skráðir eftir stafrófsröð og þýðingarnar taldar upp
eftir fyrsta birtingarári og loks eftir stafrófsröð undir ártali. Ef sama
þýðing var birt undir ólíkum heitum á komandi árum, voru allar
útgáfur slíkrar þýðingar skráðar undir birtingarári þeirra. Til dæmis
var ljóðið „Еще более душный рассвет“ eftir Boris Pasternak í þýð-
ingu Geirs Kristjánssonar birt árið 1958 undir heitinu „Ennþá
mollulegri dögun“, árið 1961 undir heitinu „Ennþá drungalegri
dögun eftir drungalega nótt“ og árið 1991 undir heitinu „Drungaleg
dögun“. Hér er hver nýr titill skráður eftir birtingarári hans.
Í sumum tilvikum voru þýðingar birtar án þess að þýðanda væri
getið. Þetta er algengt í blöðum og tímaritum fyrri ára. Þýðingar án
þýðandanafns eru taldar upp í lok þýðendaskrárinnar undir titlinum
„Óþekktir eða ótilgreindir þýðendur“.
Hér á eftir verða taldar upp þær tölulegu athuganir sem komu í
ljós við uppsetningu á skránum og einnig verður farið stuttlega yfir
þróun aðferða við yfirfærslu endaríms í þýðingum rússneskra
ljóðverka.
Ljóð
Í skránum eru þýðingar á u.þ.b. 255 rússneskum ljóðverkum. Til
ljóðverka eru hér taldir textar eins og ljóð og brot úr stærri ljóð-
verkum, prósaljóð, sönglagatextar, ljóðabálkar, forn hetjukvæði,
leikrit í bundnu máli og einnig skáld- og ævintýrasögur í bundnu
máli.
Elsta verkið í skránni er eftir Gavríla Derzhavín og er það
ljóðið „Бог“ („Lofgjörð skaparans“), sem var ort árið 17845 en
5 Gavríla Derzhavin, „Lofgjörð skaparans“, Austri 22/1895, bls. 433–436.