Milli mála - 01.06.2014, Síða 174
NATALIA DEMIDOVA
Milli mála 6/2014
188
prósaljóðin, sem Ívan Túrgenev orti árið 1878, voru fyrst valin til
þýðinga á Íslandi og birt árið 1884.6
Fyrsta íslenska bókin með þýðingum á rússneskum ljóðum kom
út árið 1917 og í henni voru birt tvö þýdd ljóð eftir Aleksej Tolstoj.7
Ekki voru öll skráð ljóðverk þýdd beint úr rússnesku og reynd-
ar voru þýðingar úr millimáli algengar áður fyrr. Í athugasemda-
dálknum í þýðingaskránni má sjá upplýsingar um þýðingar úr öðr-
um tungumálum en rússnesku, ef slíkar upplýsingar liggja fyrir –
sem er fremur sjaldgæft, og því er ekki vitað með vissu hve mörg
skráð verk voru þýdd úr millimáli.
Í sumum tilvikum tókst ekki að finna frumtexta þýðinga. Þetta
á einkum við um þýðingar sem birtust án höfundarnafns. Alls eru
þýðingar án frumtexta 35 talsins en 23 þeirra er að finna í ljóðabók
eftir Olég Titov í þýðingu Eyvindar Erlendssonar.8 Þessi ljóð voru
aldrei birt á frummálinu og voru þýdd úr handriti.
Ljóðskáld
Í skránni eru 40 nafngreind ljóðskáld en tíu skráð ljóðverk voru birt
án höfundarnafns. Gavríla Derzhavín fæddist fyrstur allra nafn-
greindra skálda, árið 1743, en flestir höfundarnir fæddust á
tímabilinu 1850 til 1950.
Vinsælustu ljóðskáldin meðal þýðenda eru Alexander Púshkín
og Ívan Túrgenev. Alls tíu þýðendur lögðu fyrir sig að þýða verk
Púshkíns á tímabilinu frá 1936 til 2000 en prósaljóð eftir Ívan
Túrgenev voru þýdd af sjö nafngreindum og hugsanlega tveimur
ónafngreindum þýðendum á árunum 1884 til 1928. Anna
Akhmatova og Míkhaíl Lermontov fylgja fast á eftir með sjö
þýðendur hvort.
Ljóð eftir Boris Pasternak voru oftast valin til þýðingar en sam-
tals birtust þýðingar á 37 ljóðum hans og komu fimm þýðendur þar
að verki. Næstur er Ívan Túrgenev með 23 prósaljóð og síðan
Vladímír Majakovskíj með 20 ljóð.
6 Alls voru þýðingar á tíu prósaljóðum eftir Ívan Túrgenev birtar það ár.
7 Alexis Tolstoy, „Til vinar“, „Bæn“, Sjöfn, þýðingar úr erlendum málum eftir Ágúst H.
Bjarnason. Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, 1917, bls. 29–30.
8 Eyvindur Erlendsson, „Eftirmáli“, Hvar er hjarta þitt Ísland? Ljóð og laust mál, Reykjavík: Eigin
útgáfa, 2001, bls. 61–62, hér bls. 61.