Milli mála - 01.06.2014, Page 177
RÚSSNESKUR KVEÐSKAPUR Á ÍSLANDI
Milli mála 6/2014
191
þessum orðum virðist hann lýsa viðhorfi til ljóðaþýðinga á hans
tímum og árunum þar á undan en allar þýðingar af rússneskum
ljóðverkum sem unnar voru fyrir miðja 20. öld af þýðendum á borð
við Sigfús Blöndal, Þórodd Guðmundsson, Jón Runólfsson,
Þorstein Valdimarsson og Guðmund Frímann eru rímaðar.
Árið 1948 kom út bók með ljóðaþýðingum úr ýmsum
tungumálum eftir Jóhannes úr Kötlum.15 „Þetta er tímamótaverk í
íslenskum ljóðaþýðingum, ekki síst vegna þess að þarna reynast
þýðingar vera samstíga þeim umbrotum sem eiga sér stað í frum-
ortri ljóðlist …“ – skrifar Ástráður Eysteinsson um þessa útgáfu.16
Ung ljóðskáld sem hölluðust að nýju stefnunni lögðust meðal ann-
ars gegn notkun ríms í ljóðasmíðum. Í tímaritsgrein frá árinu 1955
má lesa yfirlýsingu Jóns Óskars um þessi mál: „Yngsta skálda-
kynslóðin íslenzka á heiðurinn af því að hafa skorið upp herör gegn
hefðbundna kvæðastaglinu sem gegndi að vísu margþættu og þörfu
hlutverki á allt öðrum tíma við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður, en var
– líkt og rímnastaglið á öldinni sem leið – komið vel á veg með að
kæfa ljóðið“.17
Þessi tímamót mörkuðu einnig upphaf nýrra tíma í þýðingum
rússneskra ljóðverka á Íslandi. Fleiri órímuð ljóð voru valin til þýð-
inga, en frá þessum tímum voru engin órímuð rússnesk ljóð þýdd á
íslensku með rími.
Áhrif módernískra hugmynda á ljóðaþýðingar úr rússnesku
lýstu sér einnig í því að rímuð ljóð voru þýdd á íslensku án ríms.
Fyrstu birtu þýðingarnar af þessu tagi voru eftir Geir Kristjánsson18
og Jón Óskar19 en í kjölfar þeirra fóru fleiri þýðendur að þeirra
dæmi. Þótt rímaðar þýðingar hyrfu ekki fyrir fullt og allt, fjölgaði
órímuðum þýðingum og fjölmörg ljóð eftir Alexander Blok, Andrej
Voznesenskíj, Bellu Akhmadúlínu, Boris Pasternak, Genrikh Sabgír,
Ígor Holín, Josif Brodskíj, Írínu Ratushínskaju, Jevgeníj
15 Annarlegar tungur, ljóðaþýðingar eftir Anonymus, þýð. Jóhannes úr Kötlum, Reykjavík: Heims-
kringla, 1948.
16 Ástráður Eysteinsson, Tvímæli, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun, Háskólaútgáfan, 1996,
bls. 262.
17 Einar Bragi, „Í listum liggur engin leið til baka“, Birtingur 2/1958, bls. 27.
18 Semjon Nadson, „Smá ljóð“, þýð. Geir Kristjánsson, Tímarit MÍR 5/1953, bls. 3.
19 Boris Pasternak, „Af hjátrú“, þýð. Jón Óskar, Birtingur 1–2/1957, bls. 38.