Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 178
NATALIA DEMIDOVA
Milli mála 6/2014
192
Jevtúsjenko, Marínu Tsvetajevu, Olgu Sedakovu, Osip Mandelstam
og Önnu Akhmatovu voru þýdd á íslensku án ríms, þó svo að þau
væru öll rímuð á frummálinu. Ástandið virðist lítið breytt í dag og
rímaðar þýðingar eru birtar samhliða órímuðum en ef marka má
allra nýjustu þýðingar, til dæmis eftir Þorstein Gylfason20 og Franz
Gíslason,21 má greina nokkra tilhneigingu til yfirfærslu ríms.
Sum ljóð í skránni voru þýdd af fleiri en einum þýðanda. Að
skoða og bera saman mismunandi þýðingar sama ljóðs getur verið
mjög fróðlegt, ekki einungis fyrir þýðendur eða þýðingafræðinga
heldur fyrir alla þá sem fást við kveðskap eða tungumál á einn eða
annan hátt. Það er mikill fengur að fá í hendur slíkt textasafn. Hér
eru talin upp sérstaklega, eftir ljóðskáldum í stafrófsröð, þau ljóð-
verk sem þýdd voru af tveim eða fleiri þýðendum:
Akhmatova, Anna (1889–1966):
• „Реквием“ (1935–1940), 3 þýðendur: Geir Kristjánsson,
Ingibjörg Haraldsdóttir og Sigurður A. Magnússon;
Jevtúsjenko, Jevgeníj (f. 1932):
• „Не знаю я, чего он хочет …“ (1957), 2 þýðendur: Arnór
Hannibalsson og Geir Kristjánsson;
Lermontov, Míkhaíl (1814–1841):
• „Ангел“ (1831), 2 þýðendur: Jón Runólfsson og Sigfús
Blöndal;
• „Парус“ (1832), 3 þýðendur: Geir Kristjánsson og Þorsteinn
Valdimarsson; Helgi Hálfdanarson;
Mandelstam, Osip (1891–1938):
• „Горец“ („Мы живем, под собою не чуя страны …“)
(1933), 2 þýðendur: Geir Kristjánsson og Sigurður A.
Magnússon;
Pasternak, Boris (1890–1960):
• „Ветер“ (úr „Стихотворения Юрия Живаго“) (1953), 2 þýð-
endur: Geir Kristjánsson og Sigurður A. Magnússon;
• „Зимняя ночь“ (úr „Стихотворения Юрия Живаго“) (1953),
2 þýðendur: Geir Kristjánsson og Sigurður A. Magnússon;
20 Söngfugl að sunnan, þýð. Þorsteinn Gylfason, Reykjavík: Mál og menning, 2000, bls. 83, 85, 93,
95, 97, 101.
21 Aleksandr Blok, „Fótatak foringjans“, þýð. Franz Gíslason, Jón á Bægisá 12/2008, bls. 70.