Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 10
10 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 I nnanríkisráðuneytið hefur hafnað beiðni Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Hafskips og síðar aðaleiganda Landsbanka Ís- lands, og Páls Braga Kristjónsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Hafskips, um að ráðuneytið láti ríkissaksóknara rannsaka málið á nýjan leik. Fimm blaðsíðna bréf með synjun ráðuneytisins var sent til Ragn- ars Aðalsteinssonar, lögmanns Björg- ólfs og Páls Braga, síðastliðinn föstu- dag. Beiðni Hafskipsmannanna hefur velkst um í kerfinu í nokkurn tíma. Björgólfur og Páll Bragi hafa unnið að því frá því fyrir íslenska efnahags- hrunið að Hafskipsmálið verði rann- sakað á nýjan leik þar sem þeir telja það óuppgert og að nýjar upplýsing- ar hafi komið fram sem taka þurfi til- lit til. Árið 1991 hlutu tvímenningarn- ir skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot í Hafskipsmálinu, ásamt Ragnari Kjartanssyni, sem lést árið 2008. Létu rannsaka málið sjálfir Teymi lögfræðinga og sagnfræðinga vann að því fyrir þá Hafskipsmenn að rannsaka rannsóknina á Hafskipsmál- inu sem hófst eftir að skipafélagið var tekið til gjaldþrotaskipta í árslok árið 1985. Talsverð umnræða var um þessa rannsókn í íslenskum fjölmiðlum á árunum 2007 og 2008. Meðal annars voru skrifaðar tvær sagnfræðibækur um málið, sem kostaðar voru af Björg- ólfi, þar sem rannsókn málsins á sín- um tíma var gagnrýnd. Í grein í Morgunblaðinu í byrj- un október 2008 kom til dæmis fram að stór hluti rökstuðnings Hafskips- manna fyrir því að rannsaka ætti málið á nýjan leik byggði á athugunum sem birtar voru í annarri bókinni, Hafskip í skotlínu eftir Björn Jón Bragason, sem þá var nýkomin út. Síðan þá hefur lít- ið spurst til þessara krafna Hafskips- manna. Málinu ekki lokið Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Haf- skipsmanna, segir að bréf ráðuneyt- isins hafi borist síðastliðinn föstudag. Hann segist vera ósammála þeim rök- um sem ráðuneytið teflir fram um að beita sér ekki fyrir því að fram skuli fara rannsókn á Hafskipsmálinu. „Ráðu- neytið verður ekki við kröfum okkar um að gefa fyrirmæli um að fram skuli fara rannsókn á þessu máli.“ Ragnar segir aðspurður að líklegt sé að Hafskipsmenn muni leita ann- arra leiða til að málið verði rannsak- að á nýjan leik. „Ég er ekki að segja að ég sé hættur. Nú þurfum við bara að velta fyrir okkur næstu skrefum. Þetta er ekki fullnægjandi afstaða að lögum sem kemur fram í bréfinu.“ Hafskips- málinu, eða þessum seinni anga þess, virðist því ekki enn vera lokið. Ekki náðist í Björgólf Guðmunds- son eða Pál Braga Kristjónsson við vinnslu fréttarinnar. Beiðni Hafskipsmanna um rannsókn hafnað n Innanríkisráðuneytið hafnaði beiðni um rannsókn á Hafskipsmálinu n Hafskipsmenn kostuðu sjálf- stæða rannsókn á málinu fyrir hrunið 2008 n Lögmaður Hafskipsmanna segir að málinu sé ekki lokið „Ég er ekki að segja að ég sé hættur. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Höfnun innanríkisráðuneytisins Innan- ríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar hefur hafnað beiðni Hafskipsmanna um að ráðu- neytið láti rannsaka Hafskipsmálið á nýjan leik. Sjálfstæð rannsókn Björgólfur Guðmundsson og tveir aðrir stjórnenda Hafskips, létu framkvæma sjálfstæða rannsókn á Hafskipsmálinu sem beiðni þeirra um nýja opinbera rannsókn byggði á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.