Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 Lífshættulegar spyrnukeppnir í Reykjavík U mferðarstofa stendur fyrir sérstöku nám- skeiði fyrir byrjend- ur í umferðinni sem hafa verið settir í akst- ursbann og sviptir ökuleyfi á meðan þeir eru með bráða- birgðaskírteini. Markmið námskeiðsins er að stuðla að bættri hegðun byrjenda í um- ferðinni og að þeir sýni meiri hlýðni við umferðarreglur. Kol- brún Baldursdóttir sálfræðing- ur er hluti af teymi sem sér um fræðslu fyrir þennan hóp. „Ég kenni í Ökuskólanum í Mjódd námskeið sem eru fyrir krakka sem hafa misst prófið með bráðabirgðaskírteini. Þar er þessi hópur krakka sem hafa verið teknir fyrir hraðakstur að koma inn. Mín reynsla sýnir að oftar eru þetta ungir strákar frekar en stelpur en það er ein- kennandi fyrir marga krakkana að sækja í hraða og spennu og þeir eru áhættusæknir.“ Vill hækka bílprófsaldur Í viðtali í síðasta tölublaði DV sagði Einar Magnús Magnús- son hjá Umferðarstofu rann- sóknir sýna að vitundarþroski ungmenna á bílprófsaldri væri í mörgum tilfellum takmark- aður hvað varðar ábyrgðartil- finningu og dómgreind. Að- spurð segir Kolbrún það mjög mikilvægt að hækka bílpróf- saldur upp í 18 ár. „Það er eng- in spurning í mínum huga. Sem sálfræðingur vil ég segja það að mín reynsla af því að vinna með börnum og ung- lingum er sú að það er gríðar- legur þroskamunur á þessu eina ári. Eitt ár á þessu tímabili munar miklu bæði hvað varðar vitsmunaþroska og tilfinninga- og félagsþroska. Ég get líka sagt fyrir mig sem foreldri að ég var mjög stressuð þegar mín börn fóru að aka 17 ára gömul. Ekki það að dætur mínar myndu endilega gera mistök heldur það að geta ekki brugðist rétt við aðstæðum. Að hafa ekki þennan þroska að geta fylgst með mörgum hlutum í einu og viðbragðsflýti til að bregðast við óvæntum atburðum,“ segir Kolbrún. Heppin að vera stöðvuð Kolbrún segir það vera áhuga- vert og gefandi að tala við krakkana á námskeiðinu. Hún vill meina að þau séu móttæki- leg fyrir fræðslu og almennt já- kvæð fyrir því að breyta akst- urshegðun sinni til hins betra. „Það er ekki sama hvernig þú ræðir þessi mál við krakkana en þetta virðist ná til þeirra. Við ræðum oft í þessum hóp hvað þau eru í raun og veru heppin að hafa verið stoppuð af á þess- um tímapunkti og að hafa verið stoppuð áður en þau ollu öðr- um eða sjálfum sér skaða. Ég reyni að láta þau sjá að það að hafa verið stöðvuð af lögregl- unni sé í raun og veru jákvætt og nú hafi þau tækifæri til að hugsa dæmið upp á nýtt. En svo veit maður ekkert hvernig þetta skilar sér inn í atferli þegar þau fá prófið aftur og byrja að keyra um á götum borgarinnar. Mað- ur vonar bara það besta.“ Ökunámið gott Aðspurð hvort henni finnist vanta upp á frekari forvarnir eða fræðslu fyrir krakka sem eru á bílprófsaldri svarar hún því neitandi og segir að ökukennsla hér sé almennt mjög góð. „Ég held að ökunámið hér sé al- mennt mjög gott. Ég spyr þau hvort það hafi verið eitthvað sem gleymdist að segja þeim í ökunáminu, eins og það að maður ekur ekki undir áhrifum og það sé ákveðinn hámarks- hraði sem beri að virða. Ég fæ alltaf þau svör að þetta hafi ver- ið mikið rætt og farið vel yfir í náminu en svo virðist sem það falli í einhverja glufu hjá þeim.“ Kolbrún segir ekki mega gleyma ábyrgð foreldra og mikilvægt sé að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að sýna ábyrgð í umferðinni. Þeir séu fyrirmyndir og verði að hegða sér samkvæmt því. Hún verði vör við að þau ungmenni sem sækja þessi námskeið eigi sjálf foreldri sem hafi jafnvel verið svipt ökuleyfi. „Það er líka eitt einkenni unglingsáranna að krakkar geta verið mjög áhrifa- gjarnir. Við brýnum líka fyr- ir krökkunum að láta aldrei mana sig í spyrnu eða kapp- akstur. Minnum þau á að allt sem þau gera er á þeirra ábyrgð. En ég vil biðla til allra foreldra að byrja snemma að tala um ábyrgð við börnin sín og þegar svona skelfileg- ar fréttir berast af hraðakstri sem endar með hörmungum að minna þau á að þetta getur komið fyrir alla. Líka þig.“ „Ég reyni að láta þau sjá að það að hafa verið stöðvuð af lögreglunni sé í raun og veru já- kvætt og nú hafi þau tækifæri til að hugsa dæmið upp á nýtt. Fræða krakka sem hafa misst prófið n Spyrnukeppnir á götum borgarinnar hafa endað með banaslysum n Talið að slík keppni hafi orsakað banaslysið á Geirsgötu n Myndbönd á netinu sýna spyrnukeppnir á götum Reykjavíkur n Kappakstur ekki það sama og að keppa í spyrnu á götum borgarinnar Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Vill hækka bílprófsaldur upp í 18 ár n Biðlar til foreldra að tala um ábyrgð við börn sín Foreldrar eru fyrirmyndir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir ungmenni geta verið áhrifagjörn og mikilvægt sé að foreldrar ræði við þau um ábyrgð í umferðinni. Ökuþór eða ökuníðingur „Þú ert ekki ökuþór þegar þú ert að stinga lögregluna af á 180–190 kílómetra hraða og kemst upp með það,“ segir Einar Magnús. mynd PressPHoto.Biz Götukappakstur í borginni DV kannaði hvar spyrnukeppnir eru helst stundaðar á höfuðborgarsvæðinu. Við- mælendurnir sem DV ræddi við – hvern í sínu lagi – nefndu allir eftirfarandi staði. Grandi í reykjavík Geirsgata í reykjavík sæbraut í reykjavík Hringbraut í reykjavík reykjanesbraut á suðurnesjum 1 2 3 4 5 5 18 ára stúlka lést Sæbraut við Kringlumýrabraut Þrír fluttir á slysadeild Gatnamót Miklubrautar og Bústaðavegar 3 Harður þriggja bíla árekstur Hringbraut Þrír fluttir á slysadeild Gatnamót Mýrargötu og Geirsgötu 4 1 2 17 ára drengur lést Gatnamót Geirsgötu og Tryggvagötu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.