Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Side 40
40 | Sakamál 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað G ennady Modestovich Mikhasevich myrti 36 konur á árunum 1971 til 1985 í Vibetsk, Pol­ otsk og víðar í Hvíta­ Rússlandi, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Gennady fæddist í þorp­ inu Ist í Vitebsk­héraði í Hvíta­ Rússlandi árið 1947 og þjónaði í sovéska hernum eins og tíðkað­ ist þá í Sovétríkjunum. Fyrsta morðið framdi hann 14. maí 1971 og útskýrði síðar aðdraganda þess; þannig var málum háttað að hann var á heimleið úr hernum og komst að því að kærasta hans hafði látið hann róa fyrir annan karl­ mann, sem hún hafði í þokka­ bót gifst. Eðli málsins samkvæmt reiddist Gennady þessum tíð­ indum og þann 14. maí var hann sem sagt á leið frá Vi­ tebsk til Polotsk. Langt var lið­ ið á kvöld og of seint til að hann gæti náð rútu til Polotsk þar sem foreldrar hans bjuggu. Morð við vegarkantinn Gennady sagði að hann hefði verið fullur örvinglanar, kannski engin furða, vegna þró­ unar mála hjá honum og kær­ ustunni og hefði í raun íhugað að svipta sig lífi. Gennady hafði, að eigin sögn, útbúið sér snöru til að hengja sig. En fyrir kaldhæðni örlag­ anna gekk hann fram á unga konu og í stað þess að binda enda á líf sitt ákvað hann að fá útrás fyrir reiðina með því að fyrirkoma henni. Slíkt var upp­ hafið að raðmorði sem ekki rann sitt skeið fyrr en um ein­ um áratug, og hálfum betur, síðar. Gennady lét til skarar skríða á ný í október, sama ár, og tvær konur féllu fyrir hendi hans árið 1972, í Vitebsk. Sjálfur nýtti Gennady tím­ ann vel því hann útskrifaðist úr tækniskóla í Vitebsk árið 1973 og snéri á heimaslóðir til Ist þar sem hann hóf störf á ríkisbúi. Hann gekk í hjónaband árið 1976 en allan tímann héldu morðin áfram. Gjafir handa eiginkonunni Nauðgun og morð fóru oft sam­ an hjá Gennady sem allajafna kyrkti eða kæfði fórnarlömb sín. Í fyrstu réðst hann til at­ lögu á afviknum stöðum en síð­ ar meir lokkaði hann konurnar, sem stundum voru puttalingar, inn í bifreið sína, rauðan Zapo­ rozhets, eða vinnuaðstöðu sína, enn síðar, þegar hann hafði fengið vinnu við ýmsar vélavið­ gerðir. Gennady tamdi sér ekki að ganga um með vopn af neinu tagi, þess í stað lék hann af fingrum fram og nýtti það sem hendi var næst. Auk þess sem hann myrti fórnarlömb sín hirti hann af þeim allt fémætt, reiðufé og hluti sem hann síðar færði konu sinni að gjöf. Þær þurftu ekki að vera merkilegar og venjuleg heimilisskæri gátu allt eins glatt eiginkonu hans. Í reynd var Gennady út á við góður heimilisfaðir. Hann neytti ekki áfengis, átti tvö börn, var samviskan uppmál­ uð í vinnu og, síðast en ekki síst, meðlimur í Kommúnista­ flokknum og sjálfboðaliði í Varðliði borgaranna, sem var ekki ósvipað hverfisgæslu. Lögreglan tekur nýjan pól í hæðina Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem eitthvað fór að miða í rannsókn lögreglunnar á þessum tíðu morðum. Fram að þeim tíma hafði rannsókn­ arlögreglan unnið samkvæmt þeirri kenningu að um marga morðingja væri að ræða, kenn­ ingu sem hafði verið afar hent­ ug. En þá komst ungur rann­ sóknarlögreglumaður, Nikolay Ignatovich, að þeirri niður­ stöðu að morðin væru verkn­ aður eins og sama mannsins, raðmorðingja, og hvikaði hann ekki frá þeirri skoðun sinni. Í ljós kom að rauð Zapo­ rozhets­bifreið kom við sögu í nokkrum morðanna og hóf militsían rannsókn á hverj­ ir hefðu yfir slíkri bifreið að ráða í héraðinu. Gennady tók, sem Varðliði borgaranna, þátt í þeim hluta rannsóknarinnar og tók því eiginlega þátt í leit­ inni að sjálfum sér. Sú þátttaka gerði honum enn fremur kleift að komast að því sem lögreglan hugðist fyrir í rannsókninni. Árið þegar rannsóknin náði hámarki var einnig eitt af anna­ sömustu árum Gennadys og myrti hann tólf konur á því ári einu saman og ekki fráleitt að ætla að innherjaupplýsingarn­ ar sem hann komst yfir í sam­ vinnu sinni við militsíuna hafi gert honum hægara um vik. Heimilisfaðirinn og rað- morðinginn fer á taugum Þegar þar var komið sögu var Gennady þó farinn að hafa áhyggjur og áhyggjum geta fylgt mistök. Sú varð raunin hjá Gennady því hann ákvað, til að slá ryki í augu lögreglunn­ ar og afvegaleiða rannsóknina, að senda nafnlaus bréf til dag­ blaðs þar í bæ og lét í það skína að það væri frá neðanjarðar­ samtökum – Föðurlandsvinum Vitebsk – og í því var að finna ákall til meðlima um að herða baráttu sína gegn kommúnist­ um og lauslátum konum. Þegar hann svo skildi svip­ að bréf eftir hjá líki eins fórn­ arlambanna – undirritað af Föðurlandsvinum Vitebsk – ákvað lögreglan að athuga rithönd karlmanna í hér­ aðinu. Það var ekki lítið mál en eftir að hafa athugað 556.000 sýnishorn runnu á lögregluna tvær grímur því rithöndin var nauðalík rit­ hönd Gennadys Modesto­ vich Mikhasevich, sem hafði verið þeim ákaflega hjálplegur í rannsókninni. Nánari rannsókn renndi síðan enn frekari stoð­ um undir sannfæringu lögreglunnar um sekt Gennadys. Skjótvirkt réttarfar Gennady var handtekinn árið 1985. Hann neitaði upp­ haflega sök en sá sig síðan knúinn til að játa. Hann var tekinn af lífi tveimur árum síðar en mál hans varð al­ ræmt í Sovétríkjunum því það varpaði ljósi á hvort tveggja getuleysi militsíunnar og spill­ ingu innan löggæslustofnana landsins. Þannig var nefnilega mál með vexti að þegar Gen­ nady var að lokum komið á bak við lás og slá höfðu fjór­ tán manns verið dæmdir fyrir glæpi hans. Í sumum tilfellum hafði „sannfær­ ingarkraftur“ lögreglunn­ ar orðið þess valdandi að menn játuðu sekt sína og nokkrir hinna sakfelldu höfðu verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. kolbeinn@dv.is n Gennady Modestovich Mikhasevich var raðmorðingi í Hvíta-Rússlandi n Fórnarlömb hans voru hátt í fjörutíu talsins n Gennady hjálpaði lögreglunni í leitinni að sjálfum sér Úlfur í sauðargæru „Gennady tók, sem Varð- liði borgaranna, þátt í þeim hluta rann- sóknarinnar og tók því eiginlega þátt í leitinni að sjálfum sér. Harmleikur í St. Helier S ex voru myrt í íbúð á Ermarsundseynni Jers ey sunnudaginn 14. ágúst. Lögreglan á eynni, sem allajafna er frið­ sældin uppmáluð, segir að fórnarlömbin séu karlmaður, tvær konur og þrjú börn, en á þau var ráðist af karlmanni vopnuðum hníf þar sem þau voru í íbúð í St. Helier, höfuð­ stað Jersey. Þrítugur maður, sem hafði gengist undir neyðaraðgerð í kjölfar morðanna, var hand­ tekinn í tengslum við morðin. Fyrir rannsókn málsins fer yfirmaður glæparannsókna á eynni, Stewart Gull, og á sunnudaginn var eftir honum haft að rannsóknin gæti orðið snúin og of snemmt að full­ yrða nokkuð um ástæður ódæðisins. Sagði Gull enn fremur að áhrif sorglegs og alvarlegs atviks á borð við morðin gætu verið mikil á samfélagið og ekki væri hægt að horfa fram hjá þeim. Stewart Gull er enginn nýgræðingur hvað varð­ ar mál af þessum toga því hann stjórnaði rannsókn á morðum á fimm konum í Ipswich árið 2006. Gull við­ urkenndi þó að hann væri sleginn vegna morðanna í St. Helier og dró ekki dul á að aðkoman hefði verið áfall fyrir starfsfólk neyðarþjón­ ustunnar sem var kallað á staðinn. „Jersey er ótrúlega örugg ey, sennilega einn öruggasti staður Vesturlanda. Atburðir af þessu tagi eru afar fátíðir,“ sagði Gull í viðtali við BBC og bætti við að ekki væri, á þeim tímapunkti, hægt að staðfesta þjóðerni þeirra myrtu, velta vöngum yfir tengslum þeirra við hvert annað eða gefa upp aldur barnanna þriggja. BBC hafði eftir nágranna þeirra myrtu að lögregla hefði reynt endurlífgunar­ tilraunir á gangstéttinni fyrir framan húsið og annar nágranni sagðist hafa heyrt börn hrópa: „Þetta voru ekki gáskafull hróp – þetta voru vein.“ Jersey tilheyrir Ermar­ sundseyjunum og búa þar um 90.000 manns. Þær til­ heyra hvorki Bretlandi né Evrópusambandinu. Þær teljast ekki vera nýlendur eða yfirráðasvæði Bretlands líkt og Gíbraltar. Breska krúnan ber þó ábyrgð á vörnum eyjarinnar, dipló­ matískum málefnum og borgararéttindum. Jersey er þekkt fyrir fjármálastarfsemi þá sem þar er stunduð og er hún talin með þekktum skattaskjólum á borð við Tortóla og Cayman­eyjar. Vinsælir sjónvarpsþættir voru gerðir um rannsóknar­ lögreglumanninn Bergerac sem leysti hvert sakamálið á fætur öðru í þessari paradís. kolbeinn@dv.is St. Helier á Jersey Allajafna er eyin paradís, bæði fyrir ferða- langa og fésýslumenn. Bíll sömu gerðar og Gennady átti Zaporozhets- bifreið var síðasti áningarstaður sumra fórnarlamba Gennadys.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.