Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 43
Fókus | 43Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 Hvað er að gerast? n Hádegistónleikar í Ketilshúsinu Þær Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Jane Ade Sutjaro píanóleikari verða með klass- íska tónleika í hádeginu í Ketilshúsinu á Akureyri. Þetta eru síðustu hádegistónleik- arnir í tónleikaröðinni Listasumri sem fram hafa farið í Ketilshúsinu í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og 1.000 krónur fyrir eldri borgara. n Hunang á Spot Hljómsveitin Hunang treður upp á Spot bæði föstudags- og laugardagskvöld. Karl Örvarsson er forsprakki hljómsveitarinnar en hún spilar dansvæna popptónlist sem höfðar væntanlega til danþyrstra gesta. n Sálin hans Jóns míns á Nasa Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni það sem af er þessu ári en nú verður breyting þar á. Í tilefni 10 ára afmælis skemmtistaðarins Nasa hafa þeir félagar í Sálinni ákveðið að halda dúndurball til að fagna afmælinu. Hljómsveitin kemur til með að flytja alla sína þekktustu smelli og lofa mikill stemm- ingu. Þetta verða einu tónleikar hljómsveit- arinnar í bili og því ættu aðdáendur ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. n Torgarahátíð á Húsavík Átthagafélag Torgara blæs til Torgarahátíð- ar á Húsavík um helgina. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og verður ekkert til sparað. Ýmislegt verður í boði á hátíðinni sem fram fer á Rauða torginu á Húsavík. Meðal annars kappleikur í knattspyrnu, Torgaraóðurinn verður sunginn og sérstök hátíðarsamkoma verður á laugardags- kvöldinu. Þar verður boðið upp á fjörug tónlistaratriði sem að sögn aðstandenda hátíðarinnar munu ekki verða endurtekin á þessari öld. Slegið verður upp dansleik á torginu þegar líða fer á kvöldið en dagskrá lýkur klukkan 24. n Leiksýning í Norðurpólnum Leikritið As soon as they know me er leik- húsverk sem fjallar um nýtt umhverfi og hvernig nýjar aðstæður geta haft áhrif á okkur. Verkið er sett upp af Maddit-hópnun sem er leikhópur sem var stofnaður árið 2007 af leikkonunum Völu Ómarsdóttur og Mari Rettedal-Westlake. Hópurinn leggur áherslu á tilraunir í sviðslistum þar sem mismunandi listgreinar koma saman til þess að móta heildarmyndina. Verkið er sýnt í Norðurpólnum sem staðsett er í Sefgörðum 3 á Seltjarnarnesi. Sýningar verða bæði laugardag og sunnudag klukkan 20. Miðaverð er 1.600 krónur. n Ragnheiður Gröndal og Ylfingarnir Sönkonan Ragnheiður Gröndal og Ylfingarnir koma fram í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag klukkan 17. Ylfingarn- ir eru leiddir áfram af bróður Ragnheiðar, saxófónleikaranum Hauki Gröndal, en þau systkini hafa spilað töluvert mikið saman. Aðrir meðlimir í bandinu eru Ásgeir Ásgeirssom, Þorgrímur Jónsson og Pétur Grímsson. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð í Reykjavík. Þau ætla að flytja djass- og dægurlög frá 3., 4., og 5., áratug síðustu aldar. 19 ágú Föstudagur 20 ágú Laugardagur 21 ágú Sunnudagur Það verður kyrrð og ró eins og vera ber í Borgarbókasafni Reykjavíkur á Menn- ingarnótt. Þar verður kynnt japönsk menning. Yoko Thordarson kynnir japanskt tungu- mál og mismunandi tegundir mynd- leturs – Hiragana, Katakana og Kanji. Þátttakendum gefst kostur á að læra að skrifa eigið nafn og/eða uppáhaldsorð með myndletri. Takmarkaður fjöldi í hverjum hópi svo fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Þá er upplagt að sjá Etsuko Satake sýna gestum hvernig japönsk teathöfn fer fram og gestir fá að bragða á teinu. Japönsk menning BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Japönsk myndleturssmiðja KL. 16.00–16.30 Japönsk Teathöfn KL. 14.00–18.00 Kyrrð og ró á bókasafninu Japanskt te og kynning á letri. Hildur Yeoman sýnir nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb collection, í versluninni Kronkron að Laugavegi 63b á Menningar- nótt. Innblástur að línunni fékk Hildur frá sterkum kvenpersónum og þykir bæði rokkuð og pönkuð. „Það er mun villtara yfirbragð yfir hönnun minni en áður,“ segir Hildur frá og segist til að mynda hafa horft á myndir af hinni illvígu Mallory úr myndinni Natural Born Killers í leit að áhrifum. „Ég leik mér líka áfram með heklið og sauma út í það. Ég er með hálsfestar og töskur og hannaði líka fatalínu sem er enn sem komið er sýningar- gripir.“ Hildur ætlar einnig að stílisera gluggann þar sem ný skólína Kron by Kronkron og hönnun hennar verða í aðalhlutverki. Hún sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb-línuna. Um áttaleytið verður dregið í happadrætti og djassarar í Tríó Bók spila lifandi tónlist. Verðlaunin í happadrættinu eru sérlega vegleg og eru bæði frá Kron by Kronkron og fylgihlutir eftir Hildi Yeoman. KRONKRON Kl. 20:00 - 22:00 Kynnir nýja línu Hildur Yeoman kynnir nýja fylgihlutalínu, Cherry Bomb. n Ljósmyndasýning, happadrætti og ný fylgihlutalína Mikið líf í Kronkron á Laugavegi Fjölbreyttur hópur sem starfar saman á Járnbrautarstöðinni við Hólmaslóð 2 býður til menningarveislu með myndlista- sýningu, fjölbreyttri tónlist og markaði. Síðdegis laugardaginn 20. ágúst, á Menn- ingarnótt í Reykjavík, munu þeir aðilar sem starfa saman á Járnbrautarstöðinni við Hólmaslóð 2 halda tónleika, mynd- listarsýningu, fiskiveislu og tónlistarmark- að í rými sínu. Í húsnæðinu (sem stendur við Járnbraut) eiga sér heimili fjögur tónlistarverkefni auk tónlistarútgáfunnar Kimi Records og lager verslunarinnar Havarí. Verslunin Havarí var staðsett við Austurstræti 6 og tók virkan þátt í dag- skrá Menningarnætur í fyrra. n Hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík!, Prinspóló, Luv og Jóhann Kristinsson munu spila fyrir gesti og gangandi nýtt efni í bland við eldra. n Ísak Óli Sævarsson er 22 ára mynd- listarmaður sem hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sínar. Ísak er einhverfur og hefur verið einstaklega duglegur síðustu árin að mála uppáhaldssöguhetjur sínar úr þeim bókum sem lesnar hafa verið fyrir hann. Hann á að baki nokkrar sam- og einkasýningar, til dæmis í Norræna hús- inu, List án landamæra og í fyrrgreindri Havarí. n Útgáfan Kimi Records í samstarfi við Havarí mun halda markað á vínil- og geislaplötum, hljómsveitarbolum, mynd- list og ýmsum varningi. Hólmaslóð 2 Járnbrautarstöðin Frá kl. 17:00 Menningarmarkaður við höfnina Í fyrsta skipti á Menningarnótt mun sendi- herra Bandaríkjanna, Luis Arreaga, opna sendiherrabústaðinn fyrir almenningi. Þetta er til að fagna því að 25 ár eru síðan Seattle og Reykjavík urðu systurborgir. Gestir koma til með að geta skoðað listaverk frumbyggja norðvesturhluta Norður Ameríku. Af þessu tilefni býður Reykjavíkurborg einnig Seattle að ganga í bæinn og mun Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur fyllast af fjölbreyttu listalífi frá Seattle fyrir börn og fullorðna. Jón Gnarr borgarstjóri og Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, setja Seattle- dagskrána í Ráðhúsi Reykjavíkur. Quileute- indíánar blessa viðburðinn og stíga svo úlfadans, segja sögur og miðla af þekkingu ættbálks síns. Luis segist vilja fylgja þeirri hefð sem er fyrir því að opna hús sitt fyrir gestum á Menningarnótt. „Við viljum hitta Ís- lendinga, bæði í eigin persónu og í gegnum samfélagsmiðla okkar, svo sem Facebook og Youtube. Ég vona að gestir á Menn- ingarnótt fái notið myndlistarsýningar sem er í sendibústaðnum frá svæðum Norður Ameríku.“ Sendiherrann heldur úti bloggi og hefur bloggað um opnun hússins: ambassadorblogiceland.blogspot.com. SENDIRÁÐSBÚSTAÐUR BANDARÍKJANNA & Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur KL. 15.00–16.30 Sendiherrann með opið hús Það verður sannkölluð tónlistarveisla í Miðbænum á Menningarnótt og úr nógu að velja yfir allan daginn. Bylgjan fagnar 25 ára afmæli á Ingólfs- torgi. Bein útsending Bylgjunnar hefst á Ingólfstorgi kl. 12.20 og skemmtun kl. 13.30. Fram koma : Páll Óskar Hjálmtýs- son, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Sveppi og Villi, Á móti sól og Hvanndalsbræður. Festisvall í Hjartagarðinum og góðgerðatónleikar á Sódómu n Ríkuleg tónlistarveisla í Miðbænum Til styrktar fátækum börnum Á Sódómu standa svo hjálparsamtökin Veraldarvinir fyrir góðgerðatónleikum. Tilgangur tónleikanna er að safna fé sem nýtist starfi sam- takanna á Tierra Bomba-svæðinu þar sem börn búa við gríðarlega fátækt og skort. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á tónleik- unum og má þar nefna Bjartmar og Bergrisana, Haffa Haff, El Camino og The Vintage Caravan og munu fleiri nöfn bætast í hópinn á næstu dögum. Húsið verður opnað klukkan 21.00 og er aðgangseyrir einungis 1.000 kr. og mun allt fé sem safnast renna óskipt til hjálparstarfs Veraldarvina. INGÓLFSTORG KL. 12:20–13.30 Ungir myndlistarmenn, tónlistarmenn og hönnuðir taka þátt í viðburðinum Festisvall, sem er nú haldinn í annað sinn yfir Menningarnótt. Viðburðurinn mun eiga sér stað í Hjartagarðinum, en einnig teygja anga sína út á helstu viðburðarstaði borgarinnar – Hemma og Valda, Macland port, Faktorý og Ellefuna. Festisvall Á Bar 11 14.00 Vintage Caravan 15.00 Berndsen 15.30 Just another Snake Cult 16.00 Lockerbie 16.30 Prinspóló Ótrúleg fimi Meðlimur kínverska fimleikahópsins sýnir fimi sína. n Járnbrautarstöðin býður til menningarveislu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.