Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 45
Lífsstíll | 45Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 Jóhannes Kjarval að störfum í vinnustofu sinni í Austurstræti um miðja síðustu öld. Menningarnótt í Landsbankanum Við bjóðum fjölbreytta dagskrá í útibúinu í Austurstræti 11. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur kynnir gestum og gangandi stórkostleg listaverk á göngum bankans og hópur listafólks flytur magnaða dagskrá. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Verið velkomin í skemmtilega menningarlega veislu í Austurstræti 11. Dagskrá Menningarnætur í Austurstræti 11 12:00, 12:45, 13:30 Listaverkaganga. 14:30 Skemmtun fyrir börnin. Tinna táknmálsálfur og Sproti. 15:00 Bændur flugust á, Íslendingasögurnar í nýjum búningi. 16:00 Uppistand með félögum úr Mið-Íslandi. 17:00 Jón Jónsson ásamt hljómsveit landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Margt gott fylgir ellinni: Það eru margir kostir sem fylgja því að eldast þó oftar séu gallar þess fyrirferðarmeiri í umræðunni. Auknum árafjölda fylgir oft mikil- væg viska sem ungt fólk getur lært af: Aldrinum fylgir aukin vitneskja Hugsaðu um hvað þú hefur þróað með þér marga góða kosti og hversu mikla vitneskju þú hefur öðlast yfir árin. Gamall maður býr yfir miklu meiri vitneskju en ungur sem á eftir að kynnast mörgu af því sem sá eldri hefur lært. Lífið snýst um það að læra og því eldri sem við verðum því meira vitum við. Sáttari við sjálfan sig Þeir sem eru ungir að árum eiga oft í baráttu við sjálfsmynd sína. Sjálfs- traustið er oft og tíðum ekki mikið en það er nokkuð sem oft þróast með árunum. Eftir því sem kertunum á afmæliskökunni fjölgar því sáttari verða margir við sjálfsmynd sína. Þú tekur betri ákvarðanir Þegar maður hefur lifað lengi þá er maður líklegri til að taka réttar ákvarð- anir. Þeir sem eru eldri hafa rekið sig á í lífinu og margir hverjir lært af mis- tökunum. Ákvarðanir í ellinni eru því oft betur ígrundaðar en þegar maður er yngri. Þetta er þó ekki algilt. Mikilvæg viska Fleiri árum fylgir viska Þeir sem eldri eru luma oft á góðum ráðum fyrir þá sem yngri eru. Eldri jafn ham- ingjusamir og ungir Samkvæmt nýlegri rannsókn fylgir ellinni meiri hamingja en mörg okk- ar virðast halda. Í rannsókn dr. John Garry í Queens-háskóla, kom fram að þótt ungt fólk tengi ellina gjarnan við leiðindi og óhamingju minnkar hamingja okkar ekki eftir því sem við eldumst – eldra fólk er alveg jafn hamingjusamt og það yngra. Í ljós kom að ungir karlmenn sem drekka mikið áfengi eru sérstaklega vissir um að ellinni fylgi tóm leið- indi. „Ungt fólk elskar að skemmta sér og gerir það gjarnan á kostnað heilsunnar með drykkju, dópi, reyk- ingum og lélegu mataræði. Ef það heldur að lífið sé búið eftir fertugt sér það ekki tilgang í að halda í heils- una,“ segir Garry. Vilja líkama í stíl við hugarfarið Æ fleiri bandarískir eldri borgarar nýta sér þjónustu lýtalækna í feg- urðarskyni. Í fyrra lögðust tæplega 90 þúsund þeirra undir hnífinn í aldurshópnum 65 ára og eldri. Fyrir valinu var meðal annars andlits- lyfting, fitusog og brjóstastækkun eða -minnkun. Samkvæmt sérfræð- ingum hefur kreppan haft sín áhrif þarna eins og annars staðar en fjöldi sjúklinga virðist aftur á leið upp. Margar ástæður eru taldar liggja að baki þessari aukningu. Fólk sé farið að lifa lengur og halda lengur í heils- una og vilji því líkama sem passar við hugarfarið á meðan aðrir eru í makaleit og vilja auka líkur sínar. Hreyfing skiptir máli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að líkamsrækt geri eldri borg- urum gott. Læknar mæla með léttri hreyfingu og aldrei meiri en við- komandi treystir sér til. Göngutúrar, sund, golf eða léttar leikfimiæfingar eru góð dæmi um hentuga líkams- rækt fyrir eldri borgara. Samkvæmt Landlæknisembættinu getur ávinn- ingur af hreyfingu fyrir eldra fólk verið meðal annars: Aukinn vöðva- styrkur, betra jafnvægi, aukið úthald við dagleg störf og tómstundir, auk- inn liðleiki, hægir á beinþynningu, bætt starfsemi hjarta og æðakerf- is og betri andleg líðan. Einnig er bent á að með almennri hreyfingu geti aukist almenn færni og sjálfs- bjargargeta fólks. Hreyfing auki sjálf- stæði og sjálfstraust, dragi úr líkum á þunglyndi og geri öldruðum kleift að búa lengur heima. (tekið af doktor.is)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.