Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn
4
Þorleifur Einarsson
jarðfræðingur
Minningarorð
Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 4–12, 2012
Ætt, uppruni og fjölskylda
Þorleifur Jóhannes Einarsson fæddist í Reykjavík
29. ágúst 1931 og lést í Bergisch Gladbach í Þýska-
landi hinn 22. mars 1999, á 68. aldursári. Foreldrar
Þorleifs voru Guðmundur Einar Runólfsson verka-
maður í Reykjavík, fæddur að Skálmarbæjarhrauni
í Álftaveri, og Kristín Þorleifsdóttir kona hans, fædd
í Stykkishólmi.
Einar var sonur Runólfs Gunnsteinssonar frá
Jórvík í Álftaveri og Þórunnar Jónsdóttur frá Svína-
dal í Skaftártungu og eru ættir þeirra beggja skaft-
fellskar í marga liði. Foreldrar Kristínar voru Þor-
leifur Jóhannes Jóhannesson frá Dagverðarnesseli á
Skarðsströnd og Anna Filippía Guðmundsdóttir frá
Búðum í Staðarsveit, og rekjast ættir þeirra mest um
Snæfellsnesið og nærsveitir. Þorleifur var því sprott-
inn af sitthvoru landshorninu, ef svo má segja.
Eiginkona Þorleifs var Steinunn Dóróthea Ólafs-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f. í Reykjavík 27.1.1935,
þau skildu.
Börn þeirra eru: Ásta, f. 1960, jarðfræðingur og
stjórnsýslufræðingur, Einar Ólafur, f. 1963, fugla-
landfræðingur, Kristín, f. 1964, landslagsarkitekt og
umhverfishönnuður og Björk, f. 1974, umhverfis-
sagnfræðingur.
Sambýliskona kona Þorleifs, síðustu æviár hans,
var Gudrun Bauer lyfjatæknir, f. í Þýskalandi
27.1.1935.
Nám og störf
Nám
Þorleifur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1952. Hann var þá fyrir löngu búinn að taka
um það ákvörðun að nema jarðfræði við háskóla.
Haustið 1953 hélt hann svo til Hamborgar til náms
í jarðfræði. Hann flutti sig til Erlangen-Nürnberg og
nam þar árin 1954–1956 og síðan til Kölnar þar sem
hann var við nám 1956–1960. Þar lauk hann bæði
Diplom Geolog-prófi og dr.rer.nat.-prófi árið 1960.
Hann var síðan við framhaldsnám í Bergen í Noregi