Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 99

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 99
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags minni en 6 álnir (3,76 m). Skal ryðja burt öllu grjóti úr veginum og sprengja með púðri þá steina sem eru of stórir, ef nokkur maður fæst, sem kann að fara með púðrið. Yfir mýrar skal gera vegi með því að stinga skurði sem veita vatninu frá, kasta efni þeirra upp í vegstæðið og bera möl yfir; yfir smáár og læki skal gera trébrýr.“ Þessi mölburður á mýrarvegi, ef ákvæðunum hefur verið framfylgt, hefur þá haft í för með sér „efnisleit“ eða eitthvert val á malarefni og flutning þess frá efnis- tökustað eða námu. Verkleg tilhögun vegabóta var á lágu stigi allt fram á síðasta hluta 19. aldar. Það breyttist fyrst með komu verkfræðings og verkstjóra frá Noregi sem hér dvöldu nokkur sumur frá 1884 og kenndu mönnum vegagerð. Eru enn til fallega hlaðnir vegkantar úr grjóti frá þeim tíma. Frá 1893 veitti Sigurður Thoroddsen verkfræðingur forstöðu öllum opin- berum framkvæmdum í vegagerð og síðar Jón Þorláksson landsverk- fræðingur. Árið 1917 var stofnað sérstakt embætti vegamálastjóra og gegndi Geir G. Zoëga þeirri stöðu frá upphafi og allt til 1956. Á fyrstu áratugum 20. aldar var töluvert farið að bera ofan í vegi, einkum til að auðvelda umferð hest- vagna. Þótti móhella og mórena (jökulruðningur), þ.e. fínefnaríkt efni, ágætt í slíkar brautir. Upp úr 1920, þegar bílaumferð fór að koma til sögunnar, breyttist þetta þar eð bílar komust lítt áfram í slíku efni í bleytu. Eftir það var efni einkum tekið úr „melum og holtum“ og enn í dag er efni víða tekið úr sömu námum og í upphafi bílaaldar. Það sem einkum takmarkaði efnistöku á þessum tíma var að efninu þurfti að vera hægt að handmoka, jarðvegur ofan á möl- inni mátti ekki vera þykkur og svo skipti auðvitað flutningsvegalengd að notkunarstað máli. Upp úr 1925, og einkum fyrir Alþingishátíðina, 1930 jókst vega- gerð mikið. Á þeim tíma og fram að 1940 varð til mestur hluti þerra leiða sem vegakerfið byggist á í dag. Þegar jarðýtur komu loks til sög- unnar eftir 1940 varð gerbylting í öllum afköstum. Hvað varðar efnis- öflun hafði það einkum þýðingu með því að farið var að ýta ofan af malarefnum, sem ekki hafði áður verið unnt að nálgast, og með upp- ýtingu efnis í vegstæðinu. Einnig var þá farið að ýta efni upp úr ám. Eitthvað var farið að leita að efni með jarðýtum upp úr 1945 en skipu- lögð leit með gröfum og ýtum hófst ekki fyrr en eftir 1950. Skipulegar rannsóknir á vega- gerðarefnum og steypuefnum hóf- ust 1957. Þá fól vegamálastjóri iðn- aðardeild Atvinnudeildar Háskólans að rannsaka slík efni víða á landinu. Rannsóknirnar voru aðallega fólgnar í skráningu efnisnáma sem voru í notkun og athugunum á sýnum úr þessum námum, en í minna mæli leit að nýjum efnistökustöðum. Kannanir þessar voru frá upphafi og fram á áttunda áratuginn aðallega gerðar af Sverri Scheving Thorsteins- syni jarðfræðingi. Undir lok áttunda áratugar tuttugustu aldar voru jarð- fræðingar ráðnir til Vegagerðarinnar og hafa þeir síðan haft umsjón með jarðfræðirannsóknum vegna vega- gerðar. Nokkuð algengt er að rann- sóknavinnan sé unnin af verkfræði- og jarðfræðistofum og á það ekki síst við um rannsóknir vegna jarð- gangagerðar. Uppbygging vegar og kröfur til steinefna Í umfjöllun um efnisnám við vega- gerð er nauðsynlegt að gera grein fyrir uppbyggingu hefðbundins vegar. Á 1. mynd eru sýnd mismun- andi lög vegarins og heiti þeirra, en gerðar eru misjafnar kröfur til þess efnis sem notað er í hvert þessara laga og aukast kröfurnar eftir því sem ofar dregur í veghlotinua. Í undirbyggingu vegarins er fyll- ingin, en ef aðstæður við veginn eru góðar eru litlar kröfur gerðar til efnis í hana aðrar en að það sé sem minnst blandað lífrænum efnum. Yfirbygging vegarins skipt- ist í styrktarlag, burðarlag og slitlag, en þessum lögum er oft skipt í fleiri lög ef þörf er á meiri aðgreiningu eftir efniskröfum. Þegar styrktarlagi, burðarlagi eða slitlagi er skipt í tvo hluta er gjarnan notað ódýrara og lakara efni í neðri hluta hvers lags. Hlutverk yfirbyggingarinnar er ann- ars vegar að dreifa spennum frá umferðinni niður eftir veghlotinu, þannig að efnin í neðri hluta veg- hlotsins þoli álagið, og hins vegar að sporna gegn frostlyftingum. Þetta tvennt gerir ákveðnar kröfur til efn- isins sem er notað í yfirbygginguna og eru steinefnin gjarnan möluð og flokkuð til að auka gæði þeirra. Í styrktarlagi þarf að vera frostfrítt efni með kornastærð á bilinu 0–250 mm og eru gerðar talsverðar kröfur um styrkleika efniskornanna. Í burð- arlag er einnig notað frostfrítt efni með kornastærð á bilinu 0–90 mm og er kornastærðin valin eftir gerð slitlagsins. Steinefni í burðarlagi þarf að hafa enn meiri styrk en styrkt- arlagsefni og hagstæða kornalögun og auk þess vera frostþolið þannig að ekki verði niðurbrot í efninu við sveiflur milli frosts og þíðu. Efst er slitlagið, sem ýmist er malarslitlag 1. mynd. Þversnið af uppbyggingu veghlots (ýkt hlutföll). Lagþykktir eru mjög breytilegar eftir gerð slitlags og burðarþolshönnun vegarins. a Veghlot: öll uppbygging vegar; aðfluttur efnismassi (efnisheild) frá vegbotni til slitlags. Vegbotn (undirstaða) Fláafleygur Fylling Fláafleygur Styrktarlag Burðarlag Slitlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.